spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Ómarsson getur ekki barist um helgina

Bjarki Ómarsson getur ekki barist um helgina

Bjarki Ómarsson
Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Bjarki Ómarsson átti að verja fjaðurvigtartitil sinn í Shinobi bardagasamtökunum nú á laugardaginn. Hann hefur nú þurft að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla.

Bjarki (7-4) átti að mæta T.J. Nelson (4-1) á Shinobi 10 í Liverpool um helgina. Þetta átti að vera fyrsta titilvörn Bjarka en hann vann titilinn í lok júlí í fyrra.

Á þriðjudaginn síðasta meiddist Bjarki í hnénu og reyndist hann vera með rifu á liðþófa. Í dag, mánudag, var ákveðið að Bjarki myndi ekki keppa og eru þetta mikil vonbrigði fyrir Bjarka og sérstaklega á 22 ára afmælisdegi sínum. Bjarki ætlaði að keppa á Evrópumótinu í Prag síðasta nóvember en þurfti að draga sig úr keppni þá vegna meiðsla.

Þeir Birgir Örn Tómasson og Bjarki Pétursson keppa engu að síður á laugardaginn og mæta verðugum andstæðingum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular