Mjölnismennirnir Bjarki Ómarsson og Þórir Örn munu keppa áhugamannabardaga í MMA þann 6. desember. Bardagarnir fara fram í Doncaster í Englandi en þriðji Mjölnismaðurinn gæti fengið bardaga sama kvöld.
Bjarki Ómarsson (2-1) mætir sterkum andstæðingi að nafni Sam Wilkinson (7-1)*. Bardaginn fer fram í fjaðurvigt en Bjarki barðist síðast í október er hann sigraði Percy Hess eftir hengingu í 1. lotu. Þórir Örn þreytir frumraun sína í MMA þegar hann mætir Matt Hodgson (2-0)*. Þórir komst inn í æfingahóp Keppnisliðs Mjölnis í inntökuprófinu sem fram fór í janúar á þessu ári.
Bæði Hodgson og Wilkinson koma úr bardagafélagi Danny Mitchell en hann tekur þátt í skipulagningu á bardagakvöldinu. Danny Mitchell er nafn sem íslenskir bardagaáhugamenn kannast eflaust við en hann tapaði fyrir Gunnari Nelson í ágúst 2010. Hann er nú að mála hjá UFC en hefur tapað báðum bardögum sínum þar.
Magnús Ingi Ingvarsson stefnir á að berjast á þessu kvöldi en er sem stendur án andstæðings. Magnús barðist síðasta á sama bardagakvöldi og Bjarki Ómarsson þar sem hann sigraði eftir rothögg eftir aðeins 39 sekúndur í fyrstu lotu.
*Bardagaskor Bretanna eru fengin af Sherdog.com en þar gæti vantað bardaga.