spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Ómarsson og Þórir Örn með MMA bardaga í desember

Bjarki Ómarsson og Þórir Örn með MMA bardaga í desember

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Mjölnismennirnir Bjarki Ómarsson og Þórir Örn munu keppa áhugamannabardaga í MMA þann 6. desember. Bardagarnir fara fram í Doncaster í Englandi en þriðji Mjölnismaðurinn gæti fengið bardaga sama kvöld.

Bjarki Ómarsson (2-1) mætir sterkum andstæðingi að nafni Sam Wilkinson (7-1)*. Bardaginn fer fram í fjaðurvigt en Bjarki barðist síðast í október er hann sigraði Percy Hess eftir hengingu í 1. lotu. Þórir Örn þreytir frumraun sína í MMA þegar hann mætir Matt Hodgson (2-0)*. Þórir komst inn í æfingahóp Keppnisliðs Mjölnis í inntökuprófinu sem fram fór í janúar á þessu ári.

Bæði Hodgson og Wilkinson koma úr bardagafélagi Danny Mitchell en hann tekur þátt í skipulagningu á bardagakvöldinu. Danny Mitchell er nafn sem íslenskir bardagaáhugamenn kannast eflaust við en hann tapaði fyrir Gunnari Nelson í ágúst 2010. Hann er nú að mála hjá UFC en hefur tapað báðum bardögum sínum þar.

Magnús Ingi Ingvarsson stefnir á að berjast á þessu kvöldi en er sem stendur án andstæðings. Magnús barðist síðasta á sama bardagakvöldi og Bjarki Ómarsson þar sem hann sigraði eftir rothögg eftir aðeins 39 sekúndur í fyrstu lotu.

*Bardagaskor Bretanna eru fengin af Sherdog.com en þar gæti vantað bardaga.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular