spot_img
Tuesday, October 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGuðrún Björk: Stefni á að vera góður jitsari

Guðrún Björk: Stefni á að vera góður jitsari

GD
Mynd: Af Facebook síðu VBC.

Guðrún Björk Jónsdóttir kom sá og sigraði á Íslandsmeistaramóti ungmenna fyrr í mánuðinum. Hún sigraði bæði sinn þyngdarflokk og opinn flokk stúlkna. Við fengum þessa efnilega stelpu í skemmtilegt spjall.

Guðbrún Björk er 17 ára gömul og æfir hjá VBC í Kópavogi. „Ég byrjaði að æfa brasilískt jiu-jitsu í byrjun maí á þessu ári og því búin að æfa í rúmt hálft ár. Besta vinkona mín byrjaði að æfa mánuði á undan mér og dró mig með á æfingu. Fram að því æfði ég sund í mörg ár áður en ég byrjaði í jiu-jitsu en hafði aldrei áður æft bardagaíþróttir,“ segir Guðrún.

Guðrún Björk hafði áður keppt á hvítbeltingamóti VBC, Hvítur á leik, þar sem hún náði 2. sæti í sínum flokki og keppti einnig á Grettismótinu. „Mér fannst ganga bara rosalega vel á Íslandsmeistaramótinu. Ég stefni svo á að keppa á Íslandsmeistaramóti fullorðinna núna um helgina (23. nóvember) og einnig á Evrópumeistaramótinu í lok janúar,“ en VBC sendir hóp af keppendum á mótið.

Guðrún Björk setur markið hátt og hefur gjörsamlega fallið fyrir íþróttinni. „Ég stefni á að verða góður og vel virtur jitsari í framtíðinni með því að halda áfram að æfa á fullu undir leiðsögn Daða Steins hjá VBC. BJJ er það skemmtilegasta sem ég hef prófað og er það bókstaflega líf mitt.“

Við þökkum Guðrúnu Björk kærlega fyrir spjallið og óskum henni góðs gengis á komandi mótum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular