spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Ómarsson ver fjaðurvigtartitil sinn í febrúar

Bjarki Ómarsson ver fjaðurvigtartitil sinn í febrúar

Bjarki Ómarsson
Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Bjarki Ómarsson mun verja Shinobi fjaðurvigtartitil sinn þann 25. febrúar í Liverpool. Bjarki mætir þá TJ Nelson frá Liverpool.

Bjarki (7-4) vann fjaðurvigtartitil Shinobi bardagasamtakanna eftir frábæra fimm lotu frammistöðu í lok júlí. Til stóð að Bjarki myndi berjast á Evrópumótinu í MMA sem fram fór á dögunum en Bjarki gat því miður ekki keppt vegna meiðsla.

Andstæðingur hans er TJ Nelson (3-1) en hann æfir hjá Aspire Combat Sports Academy í Liverpool. Nelson er partur af landsliði Gana sem mun keppa á Heimsmeistaramótinu í MMA næsta sumar en það verður í fyrsta sinn sem Gana sendir landslið á mótið.

Bjarki verður eflaust ekki eini Íslendingurinn sem keppir á þessu bardagakvöldi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular