Bjarki Þór Pálsson berst sinn fyrsta atvinnubardaga síðar í kvöld. Samkvæmt heimildum MMA Frétta hefur Bjarki Þór fengið nýjan andstæðing.
Bjarki Þór átti að mæta Adam Szczepaniak en nú virðist sem nýr andstæðingur komi inn. Þetta hefði verið fyrsti atvinnubardagi Szczepaniak líkt og hjá Bjarka.
Eins og er höfum við ekki fengið nafnið á nýja andstæðingnum en við munum uppfæra fréttina um leið og nafnið er komið á hreint.
Það styttist í bardaga Bjarka Þórs en hægt er að sjá bardagakvöldið í beinni útsendingu hér.