Wednesday, April 24, 2024
HomeErlentPennar MMA Frétta spá í UFC 201

Pennar MMA Frétta spá í UFC 201

ufc201UFC 201 fer fram í kvöld og líkt og venjulega fyrir þessi stóru bardagakvöld birta pennar MMA Frétta spá sína fyrir áhugaverðustu bardaga kvöldsins. Kíkjum á spánna.

robbie lawler tyron woodley

Titilbardagi í veltivigt: Robbie Lawler gegn Tyron Woodley

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er kannski ekki eins spennandi bardagi og Lawler gegn Stephen Thompson, en kannski á þessi bardagi eftir að koma á óvart. Woodley er með svakalegan sprengikraft, er höggþungur og með góðar fellur. En hann hefur stundum virkað mjög hikandi og ragur við að sækja. Ef Woodley á að vinna Lawler verður hann annað hvort að ná að lenda hrikalegri bombu á Lawler og rota hann eða nota glímuna sína og sigra á stigum yfir fimm lotur. Lawler er bara svo mikill killer og með góða höku að báðar leiðirnar verða alltaf erfiðar. Ef Woodley á að vinna Lawler þarf hann að vera tilbúinn í 25 verstu mínútur lífs síns. Við erum búin að fá fáar titilvarnir á þessu ári þar sem við höfum séð mikið af óvæntum úrslitum í titilbardögum. Það verður hins vegar ekkert mikið óvænt í þessum bardaga og Lawler sigrar eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Woodley er hættulegur og mig grunar að hann muni reyna að ná Lawler niður, enda öflugur glímukappi. Ég held samt að Lawler nái að að verjast því nokkuð vel og forðast stærstu bomburnar, útboxa Lawler og klára í þriðju lotu, TKO.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Lawler er einn af mínum uppáhalds í dag. Ég hef enga trú á öðru en hann eigi eftir að klára þennan bardaga. Woodley er að mínu mati ekki á sama caliberi og þeir sem hann hefur mætt eftir að hann varð meistari. Helsta vonin hans væri að ná Lawler niður sem ég tel ekki eitthvað sem muni ganga eftir. Lawler klárar hann í 4. lotu með KO.

Guttormur Árni Ársælsson: Mér fannst Lawler ekki alveg nógu frísklegur í vigtuninni – svona hálf flatur eitthvað eins og þetta hafi verið erfitt cut hjá honum. Heilbrigður Robbie sigrar þennan bardaga hins vegar í 9 skipti af 10. Ég spái spennandi bardaga í fyrstu og annarri lotu, á meðan Woodley er enn ferskur, en hann þreytist síðan verulega í þriðju og Robbie klárar hann þar með TKO.

Robbie Lawler: Pétur, Óskar, Sigurjón, Guttormur..
Tyron Woodley:

rose namajunast karolina kowalkiewicz

Strávigt kvenna: Rose Namajunas gegn Karolina Kowalkiewicz

Pétur Marinó Jónsson: Karolina hefur ekki heillað mig neitt svakalega mikið í þessum tveimur UFC bardögum hennar en er hins vegar mikill Thug Rose aðdáandi. Thug Rose nær bakinu og klárar hana með rear naked choke í 2. lotu.

Óskar Örn Árnason: Kowalkiewicz er efnileg en mér finnst hún aðeins of græn og hún nær ekki sama flæði og Namajunas. Rose var rosalega á móti PVZ og ég held að við munum sjá framhald af því. Rose dominate-ar og klárar bardagann með uppgjafartaki í þriðju.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Fyrir mér er þetta striker vs. grappler bardagi. Ég held að Kowalkiewicz hafi ekki mætt nógu sterkum andstæðingum til að geta unnið Rose. Ég held að Rose eigi eftir að setja pressu á Kowalkiewicz, ná henni niður, nota G&P og ógna með uppgjafartökum. Rose tekur þetta eftir dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Rose þykir sigurstranglegri í þessum bardaga en ég hallast að Kowalkiewicz. Hún er með virkilega góða felluvörn og ég sé ekki Rose ná henni í jörðina. Kowalkiewicz sigrar örugglega eftir einróma dómaraákvörðun.

Rose Namajunas: Pétur, Óskar, Sigurjón
Karolina Kowalkiewicz: Guttormur

robbie lawler tyron woodley

Veltivigt: Matt Brown gegn Jake Ellenberger

Pétur Marinó Jónsson: Óskiljanlegt að maður sem er með einn sigur í síðustu sex bardögum fái bardaga gegn topp 10 andstæðingi. Kannski bara gert til að halda Matt Brown ofarlega þar sem hann er alltaf í skemmtilegum bardögum? Ellenberger í dag virðist bara vera skugginn af sjálfum sér og á ekki roð í Matt Brown held ég. Matt Brown olnbogar hann í drasl í 2. lotu og klárar með TKO.

Óskar Örn Árnason: Báðir verða að vinna til að halda ferlinum á floti. Þetta er flottur bardagi og það má ekki vanmeta Ellenbergar þrátt fyrir slæmt gengi undanfarið. Ég held samt að Brown taki þetta samt á hörkunni og klári Ellenberger, jafnvel í fyrstu lotu, KO.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Ellenberger hefur ekki sýnt mikið í síðustu bardögum, búinn að vinna 1 af síðustu 6. Sigurinn kom á móti Josh Koscheck sem var búinn að dala mikið þá. Ég held að Ellenberger sé að syngja sitt síðasta í UFC. Það er nánast ekki neitt að koma frá honum og það virðist eitthvað mikið vanta. Brown á eftir að setja mikla pressu á Ellenberger sem er eitthvað sem hann hefur ráðið mjög illa við. Ég held að Brown klári Ellenberger í 1. lotu með TKO.

Guttormur Árni Ársælsson: Ellenberger hefur aðeins unnið 1 af seinustu 6 en hefur hins vegar ekki verið að tapa fyrir neinum aulum (MacDonald, Lawler, Gastelum, Wonderboy og Saffiedine). Ég ætla að taka séns á Ellenberger. Brown er ekki með sérlega góða felluvörn og Ellenberger er mjög góður wrestler. Hann nær fellunni og lay-and-pray-ar sig til sigurs.

Matt Brown: Pétur, Óskar, Sigurjón.
Jake Ellenberger: Guttormur.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular