spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Þór: Get fullur sjálfstrausts spáð 5-0 fyrir Íslandi í kvöld

Bjarki Þór: Get fullur sjálfstrausts spáð 5-0 fyrir Íslandi í kvöld

Það styttist heldur betur í bardagaveisluna á FightStar bardagakvöldinu í London. Þar munu fimm íslenskir bardagamenn stíga í búrið og berjast.

Bardagakvöldið fer fram í Brentford Fountain Leisure Centre íþróttahöllinni í London. Hátt í 50 Íslendingar verða staddir í höllinni til að styðja við strákana okkar.

Bjarki Þór Pálsson er í aðalbardaga kvöldsins og berst um Evrópumeistaratitil FightStar bardagasamtakanna. Hann mætir Quamer ‘Machida’ Hussain en bardaginn fer fram í léttvigt. Björn Þorleifur Þorleifsson (1-1) mætir Nazir Saddique (0-0), Bjarki Pétursson (1-0) mætir Norbet Novenyi (3-0), Þorgrímur Þórarinsson (1-0) mætir Dalius Sulga (4-3) og Magnús Ingi Ingvarsson (7-2) mætir Farukh Aligadijev (5-0). Bjarki Þór er eini atvinnumaðurinn okkar að þessu sinni og er léttvigtartitill FightStar bardagasambandsins að veði í hans bardaga.

Þessir bardagamenn eru búnir að halda hópinn mjög vel undangengna mánuði og hafa æft saman allt undibúningstímabilið fyrir þetta bardagakvöld.

„Það er búið að vera ótrúlega gaman hjá okkur. Við erum búnir að bakka hvorn annan svo vel upp og við erum allir í þessu saman. Við fórum til Akureyrar saman og tókum lokahnykkinn á æfingabúðirnar þar og svo komum við allir saman hingað til London í byrjun vikunnar. Við erum í húsi í skemmtilegu hverfi sem heitir Ealing og þetta er búið að vera skemmtilegustu og bestu æfngabúðir sem ég hef nokkurn tímann átt. Ég er nokkuð viss um að ég tali fyrir munn okkar allra,” segir Bjarki Þór er fram kemur í fréttatilkynningu.

Í æfingabúðunum tók hópurinn upp þá nýbreytni að hafa svo kallað „fight simulation“ einu sinni í viku. Það eru nokkurs konar æfingabardagar sem fara aðeins lengra en vanalega og ganga bardagamennirnir í búrið við sína inngöngutónlist og eru áhorfendur á staðnum til að búa til stemningu.

„Þetta er búið að lukkast frábærlega. Þetta kallar fram svo mikið af sömu tilfinningunum og þeim sem neglast í gegnum mann á síðustu andartökunum áður en maður gengur inn í búrið og síðan náttúrulega á meðan á bardaganum stendur. Okkur líður fyrir vikið eins og við séum búnir að vera að berjast í hverri viku og þess vegna ættu tilfinningarnar að vera afskaplega kunnuglegar þegar við göngum inn í kvöld.“

„Núna er allt það erfiða afstaðið. Æfingabúðirnar, aginn, harkan og allt mótlætið sem við þurfum allir að ýta okkur í gegnum á meðan á undirbúningi stendur. Við náðum allir vigt tiltölulega auðveldlega og við erum allir bara í frábæru standi. Ég get fullur sjálfstrausts spáð 5-0 fyrir Íslandi í kvöld og veit að ég mun taka beltið með mér heim. Það er enginn efi í mér. Ég er í mínu allra besta formi og ég mun klára þennan bardaga í fyrstu lotu. Ég finn þetta á mér.“

Bein útsending verður frá viðburðinum og hefst hún kl. 17:00 að íslenskum tíma á vefsíðunni MMAtv.co.uk. Straumurinn kostar 7 ensk pund eða um 1000 krónur.

Viðmiðunartímasetningar á bardaga Íslendinganna.  

  1. Bardagi Björns Þorleifs og Nazir Saddique er fjórði bardagi kvöldsins og má gera ráð fyrir að hann hefjist um kl. 18:00 á íslenskum tíma.
  2. Bardagi Þorgríms Þórðarsonar og Dalius Sulga er sjötti bardagi kvöldsins og er þá hægt að miða við að hann fari í gang um kl. 18:30
  3. Bjarki Pétursson gegn Norbet Novenyi er áttundi bardagi kvöldsins og má miða við kl. 19:00 fyrir hann.
  4. Magnús Ingi Ingvarsson og Farukh Aligadijev eru í tíunda bardaga kvöldsins. 19:30 er ágæt viðmiðunartímasetning á hann.
  5. Evrópumeistaratitilbardagi Bjarka Þórs Pálssonar og Quamer Hussain er samkvæmt planinu fjórtandi bardagi kvöldsins og því sennilegt að hann sé að hefjast um klukkan 20:30.

Vinsamlega hafið í huga að allt getur gerst, röð getur riðlast, bardagar geta fallið niður og svo framvegis. Þess vegna er snjallast að horfa frá upphafi og taka ekki óþarfa sénsa með tímasetningarnar.

Áfram Ísland!

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular