Bjarki Þór Pálsson sigraði sitt þriðja belti í MMA í hans síðasta áhugamannabardaga. Bjarki mun næst berjast atvinnumannabardaga og stefnir á að taka þann fyrsta á næsta ári.
Bardaginn var um léttvigtarbelti AVMA bardagasamtakanna og mætti Bjarki núverandi meistara, Anthony Dilworth. „Við byrjuðum á að skiptast á höggum, ég var ekki að finna taktinn strax og hann náði mér niður. Ég ákvað að skipta yfir í wrestlingið og tók hann niður, byrjaði með ground and pound í gólfinu og var næstum búinn að klára hann en eftir eitt högg þá sá ég augun hans rúlla aftur. Í 2. lotu tók ég hann niður og reyndi fallexina (guillotine) en náði ekki, en sweepaði honum yfir í side control. Þaðan reyndi ég að fara í sidechoke en náði ekki þar sem ég var upp við búrið. Fór svo í smá ground and pound og komst í mount en þar snéri hann sér við og þá náði ég ljónsbananum (rear naked choke).“
Byrjunin var ekki sú besta fyrir Bjarka en hann kvaðst hafa verið stressaður í fyrstu mínútum bardagans. „Stór ástæða fyrir stressinu var að ég náði ekki nema 5 mínútum í upphitun. Það var alls konar vesen fyrir bardagann og ekki búið að vefja mig fyrr en það voru tveir bardagar í mig því gaurinn sem sá um að vefja var svo hægur.“