spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarki Þór: Stefni á atvinnumannabardaga í janúar eða febrúar

Bjarki Þór: Stefni á atvinnumannabardaga í janúar eða febrúar

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Bjarki Þór Pálsson sigraði sitt þriðja belti í MMA í hans síðasta áhugamannabardaga. Bjarki mun næst berjast atvinnumannabardaga og stefnir á að taka þann fyrsta á næsta ári.

Bardaginn var um léttvigtarbelti AVMA bardagasamtakanna og mætti Bjarki núverandi meistara, Anthony Dilworth. „Við byrjuðum á að skiptast á höggum, ég var ekki að finna taktinn strax og hann náði mér niður. Ég ákvað að skipta yfir í wrestlingið og tók hann niður, byrjaði með ground and pound í gólfinu og var næstum búinn að klára hann en eftir eitt högg þá sá ég augun hans rúlla aftur. Í 2. lotu tók ég hann niður og reyndi fallexina (guillotine) en náði ekki, en sweepaði honum yfir í side control. Þaðan reyndi ég að fara í sidechoke en náði ekki þar sem ég var upp við búrið. Fór svo í smá ground and pound og komst í mount en þar snéri hann sér við og þá náði ég ljónsbananum (rear naked choke).“

Byrjunin var ekki sú besta fyrir Bjarka en hann kvaðst hafa verið stressaður í fyrstu mínútum bardagans. „Stór ástæða fyrir stressinu var að ég náði ekki nema 5 mínútum í upphitun. Það var alls konar vesen fyrir bardagann og ekki búið að vefja mig fyrr en það voru tveir bardagar í mig því gaurinn sem sá um að vefja var svo hægur.“

Bardaginn kláraðist í 2. lotu eftir hengingu en var Bjarki viss um að hann væri með henginguna þegar hann læsti henni? „Nei maður veit aldrei hversu erfitt er að choke-a fólk út í MMA, þannig að ég vonaði bara það besta.“
strákarnir í AVMA
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Þetta var annar bardagi Bjarka á aðeins fjórum vikum en hann er ekki hættur að keppa í bili. „Núna ætla ég aðeins að slaka á og laga það sem ég sá að þarf að laga en svo er ég að fara að keppa á Swedish Open (óopinbert Norðurlandamót í brasilísku jiu-jitsu) í nóvember. Svo fer ég til Noregs í viku að æfa og svo stefni ég á atvinnumannabardaga í janúar eða febrúar.“
Bjarki á mörgum að þakka og fær góðan stuðning frá góðum aðilum. „Mig langar að þakka Gló, Gullöldinni, Mjölni, Óðinsbúð, Rvkhair, Jarðtækni, Jaco og USN fyrir þeirra stuðning og svo auðvitað fjölskyldu og vonum og þeim sem hjálpuðu mér í undirbúningi fyrir þennan bardaga.“
Við þökkum Bjarka Þór fyrir viðtalið og óskum honum alls hins besta á Swedish Open.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular