Friday, July 12, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC staðfestir nokkra bardaga

UFC staðfestir nokkra bardaga

UFC on Fuel TV: Weigh-InÞað hefur mikið verið að gera á skrifstofum UFC undanfarna daga en nokkrir mjög áhugaverðir bardagar hafa verið staðfestir á síðustu dögum. Kíkjum aðeins á þá helstu.

Chris Weidman gegn Vitor Belfort

Þessi titilbardagi í millivigtinni átti að fara fram þann 6. desember en vegna meiðsla Weidman var bardaganum frestað. Bardaginn er nú kominn með dagsetningu og fer fram þann 28. febrúar á UFC 184 í Los Angeles. Þetta verður fyrsti bardagi Belfort án TRT (testosterone replacement therapy) og hans fyrsti síðan í nóvember 2013.

Ronda Rousey gegn Cat Zingano

Það stefnir í frábært bardagakvöld þegar UFC 184 fer fram en auk Weidman og Belfort mætast þær Ronda Rousey og Cat Zingano um bantamvigtartitil kvenna. Cat Zingano fékk upphaflega titilbardaga eftir sigur á Mieshu Tate í apríl 2013 en sleit krossband og missti því af titilbardaganum. Eftir sigur á Amanda Nunes í september fær hún loks titilbardagann sem hún á skilið.

Eddie Alvarez gegn Benson Henderson

Þetta ætti að  verða frábær bardagi en hann fer fram á UFC Fight Night þann 18. janúar í Boston. Í aðalbardaga kvöldsins er okkar maður Conor McGregor en hann mættir Dennis Siver. Þetta bardagakvöld gæti orðið þrælskemmtilegt en auk fyrrnefndra bardaga fer fram bardagi Uriah Hall og Costas Philippou.

Donald Cerrone gegn Myles Jury

Hinn ósigraði Myles Jury mætir hinum stórskemmtilega Donald Cerrone á UFC 182 þann 3. janúar. Bardaginn verður líklegast næstsíðasti bardagi kvöldsins á undan risabardaga Jon Jones og Daniel Cormier. Á sama kvöldi snýr Omari Akhmedov aftur er hann mætir Svíanum Mats Nilsson. Þetta verður fyrsti bardagi Akhmedov eftir tapið gegn Gunnari Nelson.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular