Bjarki Þór Pálsson er kominn með sína fyrstu titilvörn í FightStar. Þá mætir hann Steve O’Keefe á FightStar 13 kvöldinu þann 9. desember.
Bjarki Þór Pálsson (4-0) varð léttvigtarmeistari FightStar samtakanna þegar hann sigraði Quamer Hussain eftir dómaraákvörðun. Bardaginn fór fram þann 7. október er hann strax kominn með sinn næsta bardaga.
Andstæðingur hans að þessu sinni er Englendingurinn Steve O’Keefe (7-3). O’Keefe tók sinn fyrsta MMA bardaga árið 2010 en árið 2013 tók hann sér fjögurra ára hlé frá keppni. O’Keefe hefur mætt þekktum mönnum og má þar helst nefna Conor McGregor. O’Keefe var rotaður af Conor eftir nokkra olnboga eftir rúmar 90 sekúndur í fyrstu lotu árið 2012. Þá sigraði hann Artem Lobov (sem mætir Andrei Fili á UFC bardagakvöldinu í Póllandi um helgina) árið 2011. Það er því ljóst að þetta er reynslumesti og erfiðasti andstæðingur Bjarka Þórs til þessa.
https://www.youtube.com/watch?v=S1AAGAlxWzA
Markmið Bjarka Þórs í upphafi árs var að verða 5-0 í lok árs. Það tekst takist honum að sigra Steven O’Keefe en það verður hægara sagt en gert. Að öllum líkindum verða fleiri Íslendingar á kvöldinu en nú þegar er Ingþór Örn Valdimarsson kominn með staðfestan bardaga.
Hér að neðan má svo sjá síðasta bardaga Bjarka Þórs.