Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeErlentLil Nog féll á lyfjaprófi

Lil Nog féll á lyfjaprófi

Antonio Rogerio Nogueira, betur þekktur sem Lil Nog, féll nýverið á lyfjaprófi. Þvaglosandi efni fundust í lyfjaprófi hans.

Nogueira átti að mæta Jarod Cannonier á UFC on Fox 26 bardagakvöldinu í desember. Á lyfjaprófi sem tekið var þann 27. september af USADA fundust hins vegar þvagörvandi lyf en öll slík lyf eru bönnuð þar sem þau eru oft notuð til að fela steranotkun. Þess má geta að Junior dos Santos féll nýverið á lyfjaprófi en sama efni, hydrochlorothiazide, fannst í lyfjaprófi hans.

Nogueira sendi frá sér yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem hann hélt fram sakleysi sínu. „Ég hef aldrei þurft að taka þvaglosandi efni og allir í kringum mig vita að ég hef aldrei átt í erfiðleikum með að losa mig við þyngd og það er það sem þetta lyf á að gera. Það er mjög erfitt að ganga í gegnum þetta þar sem ég hef alltaf verið heiðarlegur og mun halda áfram að gera það enda hef ég mikla ástríðu fyrir íþróttinni. Bardaginn minn hefur því miður fallið niður og er ég mjög leiður vegna þess. En ég vona að ég geti leyst úr þessum misskilningi sem allra fyrst til að gefa ykkur aðdáendum frábæran bardaga.“

Hinn 41 árs gamli Nogueira hefur ekkert barist síðan hann tapaði fyrir Ryan Bader í nóvember í fyrra. Nogueira hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum og spurning hversu lengi hann muni halda áfram ef hann fær bann. Tvíburabróðir hans, Antonio Rodrigo Nogueira, betur þekktur sem Big Nog, hætti árið 2015.

Þýdda yfirlýsingu Nogueira má sjá í heild sinni hér.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular