spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarni mætir sterkum Búlgara á morgun sem hefur áður mætt Íslendingi

Bjarni mætir sterkum Búlgara á morgun sem hefur áður mætt Íslendingi

Tencho Karaenev
Tencho Karaenev. Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Eins og við greindum frá áðan var Mjölnismaðurinn Bjarni Kristjánsson að vinna sinn annan bardaga á Heimsmeistaramótinu í MMA. Hann er því kominn áfram í 8-manna úrslit en þar mætir hann nafni sem við könnumst við.

Bjarni sigraði Rússann Igramudin Ashuraliev með hengingu í 3. lotu áðan. Hann hefur því sigrað tvo bardaga á tveimur dögum og berst sinn þriðja bardaga á morgun. Í 8-manna úrslitum á morgun mætir hann kunnuglegu nafni – Tencho Karaenev.

Tencho Karaenev kemur frá Búlgaríu og kláraði Egil Øydvin Hjördísarson á Evrópumótinu í Birmingham í fyrra. Karaenev kláraði Egil með „guillotine“ hengingu snemma í fyrstu lotu. „Hann var virkilega sterkur líkamlega en vantaði mikið upp á tæknina. Hann skellti höndunum yfir kjálkann á mér og kreysti bara af alefli. Ég hélt að tennurnar ætluðu að gefa undan og vörin væri að skerast í tvennt á tönnunum, sem varð til að ég tappaði,” sagði Egill um Karaenev er við ræddum við hann eftir bardagann.

Karaenev sat hjá í fyrstu umferð í gær en sigraði Colton Cronkite frá Kanada í dag með „rear naked choke“ í 1. lotu.

Karaenev gekk vel á Evrópumótinu í fyrra og hafnaði í 3. sæti. Karaenev neyddist þó til að hætta keppni áður en undanúrslitarimmann hófst vegna bakmeiðsla og tapaði hann því aldrei á EM í fyrra. Á HM í fyrra gekk honum vel þar sem hann nældi sér í silfrið. Karaenev vantar því bara gullið til að fullkomna safnið.

Hér að neðan má sjá úrslitabardagann á HM 2015 hjá Karaenev.

https://www.youtube.com/watch?v=1TfYeQMHbwA

Það er því ljóst að Karaenev er sterkur andstæðingur sem Bjarni þarf að hafa sig allan við til að sigra. Bjarni hefur sigrað báða bardaga sína á mótinu í ár með uppgjafartaki en Karaenev hefur sigrað sex bardaga með uppgjafartökum sjálfur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular