Bjarni Kristjánsson er kominn í 8-manna úrslit á Heimsmeistaramótinu í MMA. Bjarni sigraði Rússann Igramudin Ashuraliev með hengingu í 3. lotu.
Bjarni sigraði Bretann James Harrison í gær með „guillotine“ hengingu eftir aðeins 31 sekúndu í 1. lotu. Í dag mætti hann Rússanum Igramudin Ashuraliev sem sat hjá í fyrstu umferð.
Samkvæmt Twitter aðgangi IMMAF var Bjarni að sigra Rússann með „rear naked choke“ hengingu í 3. lotu!
Official: Men’s LHW – Bjarni Kristjansson (ISL) def. Igramudin Ashuraliev (RUS) via Sub (RNC) (Round 3 – 2:48) #Cage3 #2016IMMAFWorlds
— IMMAF (@IMMAFed) July 6, 2016
Bjarni kláraði Rússann þegar aðeins 12 sekúndur voru eftir af bardaganum. Það verður gaman að heyra meira um bardagann frá Bjarna síðar meir.
Með sigrinum er Bjarni kominn áfram í 8-manna úrslit. Hann mætir Búlgaranum Tencho Karaenev á morgun en þess má geta að Karaenev sigraði Egil Øydvin Hjördísarson á Evrópumótinu í Birmingham í fyrra. Bjarni getur því hefnt fyrir æfingafélaga sinn á morgun.
Mótið er haldið af alþjóðlega MMA sambandinu, IMMAF (International Mixed Martial Arts Federation). Þetta er í þriðja sinn sem IMMAF stendur fyrir heimsmeistaramóti en keppt er í Las Vegas.