spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjarni sigraði Rússann í 3. lotu

Bjarni sigraði Rússann í 3. lotu

Mynd af Facebook síðu Mjölnis.
Mynd af Facebook síðu Mjölnis.

Bjarni Kristjánsson er kominn í 8-manna úrslit á Heimsmeistaramótinu í MMA. Bjarni sigraði Rússann Igramudin Ashuraliev með hengingu í 3. lotu.

Bjarni sigraði Bretann James Harrison í gær með „guillotine“ hengingu eftir aðeins 31 sekúndu í 1. lotu. Í dag mætti hann Rússanum Igramudin Ashuraliev sem sat hjá í fyrstu umferð.

Samkvæmt Twitter aðgangi IMMAF var Bjarni að sigra Rússann með „rear naked choke“ hengingu í 3. lotu!

Bjarni kláraði Rússann þegar aðeins 12 sekúndur voru eftir af bardaganum. Það verður gaman að heyra meira um bardagann frá Bjarna síðar meir.

Með sigrinum er Bjarni kominn áfram í 8-manna úrslit. Hann mætir Búlgaranum Tencho Karaenev á morgun en þess má geta að Karaenev sigraði Egil Øydvin Hjördísarson á Evrópumótinu í Birmingham í fyrra. Bjarni getur því hefnt fyrir æfingafélaga sinn á morgun.

Mótið er haldið af alþjóðlega MMA sambandinu, IMMAF (International Mixed Martial Arts Federation). Þetta er í þriðja sinn sem IMMAF stendur fyrir heimsmeistaramóti en keppt er í Las Vegas.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular