Bjarni Kristjánsson er úr leik á Heimsmeistaramótinu í MMA sem fram fer um þessar mundir. Bjarni tapaði fyrir Búlgaranum Tencho Karaenev í Las Vegas í dag.
Fyrir bardagann hafði Bjarni unnið tvo bardaga með hengingu. Bjarni sigraði Bretann James Harrison með hengingu á þriðjudaginn og Rússann Igramudin Ashuraliev einnig með hengingu í gær.
Í dag mætti hann hins vegar Tencho Karaenev í 8-manna úrslitum. Samkvæmt Twitter aðgangi My Next Match tapaði Bjarni eftir einróma dómaraákvörðun.
WINNER! Cage 1: Tencho Karaenev (Bulgaria ) def Bjarni Kristjansson (Iceland) via unanimous decision @IMMAFed
— MyNextMatch (@mynextmatch) July 7, 2016
Þetta er í annað sinn sem Tencho Karaenev slær út Íslending en hann sigraði Egil Øydvin Hjördísarson á Evrópumótinu í fyrra.
Bjarni er því úr leik og mun ekki berjast fleiri bardaga á mótinu. Bjarni getur vel við unað eftir mótið og kemur heim reynslunni ríkari.