Bjartur Guðlaugsson tapaði bardaga sínum á Evrópumótinu í Prag í dag. Bjartur keppti í fjaðurvigt og er úr leik.
Fyrsta umferð í fjaðurvigtinni fór fram í dag og mætti Bjartur Svíanum Daniel Schalander. Bjartur tapaði eftir dómaraákvörðun.
Featherweight result: #Cage1 Daniel Schalander (SWE) def. Bjartur Gaolaugsson (ISL) via Unanimous Decision #2016IMMAFEuros
— IMMAF (@IMMAFed) November 23, 2016
Bjartur barðist eins og hetja áfram gegn Svíanum en Svíinn er í 2. sæti á styrkleikalista IMMAF í fjaðurvigtinni. Þess má geta að Schalander er ljósmyndari hjá MMA Viking og æfir hjá Allstars í Stokkhólmi með mönnum eins og Alexander Gustafsson og Ilir Latifi.
Magnús Ingi er svo næstur en Björn Þorleifur, Hrólfur og Egill berjast einnig í dag.