spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjartur: Þarf að berjast minn bardaga

Bjartur: Þarf að berjast minn bardaga

Bjartur Guðlaugsson keppir á FightStar kvöldinu annað kvöld. Þetta verður hans sjötti áhugamannabardagi og hans þriðji á þessu ári.

Bjartur Guðlaugsson (2-3) tapaði fyrir Hayden Murray á Headhunters bardagakvöldinu í Skotlandi í september. Bardaginn fór allar þrjár loturnar og var Bjartur ósáttur með frammistöðu sína.

„Ég var ekki sáttur við mína frammistöðu í síðasta bardaga. Vil ekki taka neitt frá andstæðingnum mínum sem stóð sig mjög vel. Hins vegar er ég búinn að vera að eiga við þrálátt magasár sem hefur komið í veg fyrir að ég geti æft eins og ég vil. Í bardaganum sjálfum gerði ég bæði taktísk og tæknileg mistök,“ segir Bjartur.

„Í byrjun bardagans gekk mér vel standandi en sótti svo í clinch-ið þar sem hann var sterkari og eftir því sem leið á bardagan sogaðist ég einhvern veginn inn í hans bardaga. Held það helsta sem ég get lært af síðasta bardaga er að berjast minn bardaga og ekki láta anstæðinginn komast upp með að stjórna hvar bardaginn á sér stað.“

Eins og áður segir er nokkuð stutt síðan hann barðist síðast og hefur hann ekki verið að læra mikið af nýjum hlutum á síðustu mánuðum. Hann hefur þó bætt við sig lyftingarplani sem hefur aukið almennan styrk og sprengikraft.

Bjartur mætir Dario Drotar (2-0) frá Rúmeníu á morgun. „Ég veit ekki það mikið um andstæðinginn minn en eftir að hafa horft á nokkra bardaga með honum myndi ég halda að hann væri sterkastur standandi en ófeiminn við að glíma þótt hann sé ekki mikið að leitast við að ná fellunum sjálfur.“

Bjartur keppir í -66 kg fjaðurvigt og var 70 kg þegar við ræddum við hann fyrr í vikunni. Hann hefur hægt og rólega verið að losa af sér nokkur kíló en síðustu kílóin tekur hann af sér í gufu í dag. Fyrir hans síðasta bardaga var hann með ansi óvenjulega leið til að næra sig eftir niðurskurðinn sem vakti athygli. Bjartur fékk sér nokkra sykurmola og orkudrykk.

„Eftir vigtunina er ég með formúlu sem ég fer eftir. Þessa formúlu hef ég beint frá viðtali við George Lockhart næringafræðing sem hefur verið að hjálpa mörgum MMA bardagamönnum við niðurskurðinn sinn líkt og Conor McGregor og Cris ‘Cyborg’. Í grunninn þá tékkaru hvað þú ert með mörg kíló af hreinum vöðvamassa, hvert kíló af vöðvum heldur sirka 13 gr af glycogen (sykri) og svo færðu þér sykur og prótein í ratio-inu 4-1. Allt byggt á vísindum.“

Það verða fimm Íslendingar í eldlínunni annað kvöld en eftirtaldir bardagar verða á dagskrá:

Titilbardagi í léttvigt: Bjarki Þór Pálsson (4-0) gegn Stephen O’Keeffe (7-3)
Fjaðurvigt: Bjarki Ómarsson (0-0) gegn Mehmosh Raza (4-1)
Millivigt: Ingþór Örn Valdimarsson (0-1) gegn Dawid Panfil (0-0)
Fjaðurvigt: Bjartur Guðlaugsson (2-3) gegn Dario Drotar (2-0)
Hentivigt (68 kg): Jeremy Aclipen (0-0) gegn Callum Haughian (1-1)

Bjarki Þór, Bjarki Ómarsson og Ingþór keppa atvinnubardaga en þeir Bjartur og Jeremy áhugamannabardaga.

Bardagarnir verða sýndir beint á MMA.TV og kostar streymið 7 pund. Þá verður einnig hægt að horfa á bardagana á Drukkstofu Mjölnis og Gullöldinni.

Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular