Bjartur Guðlaugsson keppir á EM í Prag á morgun. Bjartur keppir á sínu öðru Evrópumóti og er spenntur fyrir mótinu.
Bjartur mætir Svíanum Daniel Schälander í fyrstu umferð á morgun. Bjartur keppir í fjaðurvigt (66 kg) líkt og í fyrra en þá barðist hann sína fyrstu MMA bardaga. Bjartur komst í 2. umferð í fyrra og kemur nú til leiks reynslunni ríkari.
„Síðast vissi ég ekki hverju ég átti að búast við. Núna líður mér eins og ég sé mun betur undirbúinn, veit meira út í hvað ég er að fara í,“ segir Bjartur.
Bjartur þarf aðeins að skera niður til að komast í fjaðurvigtinni og lærði mikið um niðurskurðinn síðast þegar hann keppti. „Ég lærði svolítið á weight cuttið, mun gera það öðruvísi núna. Helvítis vesen að þurfa að vigta sig inn svona nokkra daga í röð. Og ég svona ætla að fínstilla það núna.“
Bjartur ætlar að nýta lengdina á morgun enda er hann langur og mjór í þyngdarflokknum að eigin sögn.