spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBjörn með sigur eftir 50 sekúndur!

Björn með sigur eftir 50 sekúndur!

bjossiBjörn Þorleifur Þorleifsson sigraði sinn fyrsta MMA bardaga á Evrópumótinu með tæknilegu rothöggi eftir aðeins 50 sekúndur. Þetta var fyrsti bardagi Björns í MMA.

Björn keppir í millivigt og mætti Premysl Kucerka frá Tékklandi fyrr í dag. Björn var ekki lengi að þessu og sigraði eftir aðeins 50 sekúndur með tæknilegu rothöggi.

Björn náði hásparki sem tryggði honum rothöggið. Þar áður hafði hann sparkað andstæðingnum nánast þvert yfir búrið með snúningssparki í magann og fellt hann með sparki í innanvert lærið.

Björn hefur margra ára reynslu úr Taekwondo og mætir Rostem Akman frá Svíþjóð í 8-manna úrslitum á morgun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular