Björn Þorleifur Þorleifsson sigraði sinn fyrsta MMA bardaga á Evrópumótinu með tæknilegu rothöggi eftir aðeins 50 sekúndur. Þetta var fyrsti bardagi Björns í MMA.
Björn keppir í millivigt og mætti Premysl Kucerka frá Tékklandi fyrr í dag. Björn var ekki lengi að þessu og sigraði eftir aðeins 50 sekúndur með tæknilegu rothöggi.
Middleweight result: #Cage1 bout 16 – Bjorn Thorleifsson (ISL) def. Premysl Kucerka (CZE) via TKO, round 1 (0:50) #2016IMMAFEuros
— IMMAF (@IMMAFed) November 23, 2016
Björn náði hásparki sem tryggði honum rothöggið. Þar áður hafði hann sparkað andstæðingnum nánast þvert yfir búrið með snúningssparki í magann og fellt hann með sparki í innanvert lærið.
Björn hefur margra ára reynslu úr Taekwondo og mætir Rostem Akman frá Svíþjóð í 8-manna úrslitum á morgun.