spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBlábeltingamót VBC fer fram á laugardaginn

Blábeltingamót VBC fer fram á laugardaginn

Mynd: VBC.

VBC heldur sitt árlega Blábeltingamót í þriðja sinn á morgun, laugardaginn 23. febrúar. Keppt er í galla en mótið hefst kl. 11.

Mótið er sérstaklega hugsað fyrir þá sem eru með blátt belti í brasilísku jiu-jitsu en VBC er einnig árlega með mót sérstaklega fyrir hvítbeltinga. 39 keppendur eru skráðir til leiks í ár en keppt verður í átta þyngdarflokkum karla og tveimur þyngdarflokkum kvenna auk opinna flokka.

Áður en opnu flokkarnir hefjast verður skemmtileg sveitakeppni þar sem Draumalið Halldórs Loga mætir Þursaflokkinum. Draumalið Halldórs er skipað þeim Valdimari Torfasyni, Kristjáni Helga Hafliðasyni, Marek Bujło og Brynjari Erni Ellertssyni. Þursaflokkurinn er svo skipaður þeim Jóhanni Kristinssyni, Ými Vésteinssyni, Bjarna Kristjánssyni og Guðmundi Gunnarssyni. Í sveitakeppninni verður aðeins hægt að vinna með uppgjafartaki en glímurnar eru 4 mínútna langar. Ef hvorugur keppandi nær uppgjafartaki eru báðir úr leik. Ef keppandi nær uppgjafartaki heldur hann áfram og mætir næsta manni úr liðinu þangað til allir keppendur úr öðru hvoru liði eru úr leik. Ef hvort lið á aðeins einn keppanda eftir og glímu þeirra lýkur án uppgjafartaks, ræður dómaraúrskurður sigurvegaranum.

Dregið hefur verið í flokka en þá má sjá hér sem og nánari upplýsingar um viðburðinn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular