spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBlábeltingamót VBC á morgun

Blábeltingamót VBC á morgun

Fyrsta blábeltingamót VBC verður haldið á morgun. Mótið fer fram í húsakynnum VBC í Kópavogi og hefst mótið kl 11.

Mótið er aðeins fyrir keppendur sem hafa blátt belti í Brasilísku Jiu-Jutsu eða þá sem telja sig hafa svipaða reynslu úr annarri glímuíþrótt. Áður hefur VBC staðið fyrir hvítbeltingamótum fyrir þá sem vilja taka sín fyrstu skref í BJJ. Mótið er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi en 30 keppendur eru skráðir til leiks og þá er einn ofurbardagi.

Notast verður við IBBJF reglum fyrir blábeltinga en keppt verður í galla. Vigtun hefst klukkan 10:00 og keppni hefst klukkan 11:00. Húsið opnar á sama tíma og vigtun hefst en aðgangseyrir fyrir áhorfendur eru 500 kr.

Keppt verður í eftirfarandi þyngdarflokkum:

Konur:

-64 kg flokkur
-75 kg flokkur
+74 kg flokkur

Karlar:

-64 kg flokkur
-70 kg flokkur
-76 kg flokkur
-82,3 kg flokkur
-88,3 kg flokkur
-94,3 kg flokkur
-100,5 kg flokkur
+100,5kg flokkur

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular