Bolamótið fer fram í 2. sinn á laugardaginn. 10 ofurglímur verða á dagskrá en hér kynnum við fyrstu glímu kvöldsins.
Á Bolamótinu er einungis hægt að vinna með uppgjafartaki en keppt er undir svo kölluðum EBI reglum. Þrír Englendingar koma sérstaklega hingað til lands til að keppa á mótinu en hér kynnum við fyrstu glímu kvöldsins.
Bjarki Ómarsson vs. Pétur Óskar Þorkelsson
Í fyrstu glímu kvöldsins mætast liðsfélagarnir Bjarki ‘The Kid’ Ómarsson og Pétur Óskar Þorkelsson. Báðir æfa þeir hjá Mjölni og hefur verið skemmtilegur rígur á milli þeirra í aðdraganda glímunnar. Bjarka ættu flestir MMA áhugamenn að þekkja. Bjarki er atvinnumaður í MMA, fjólublátt belti í brasilísku jiu-jitsu og hefur barist 12 MMA bardaga. Pétur Óskar hefur verið duglegur að keppa hérlendis og erlendis á undanförnum árum en hann fékk brúna beltið í BJJ á dögunum.
Nafn: Bjarki Ómarsson
Aldur: 23 ára
Félag: Mjölnir
Reynsla í brasilísku jiu-jitsu: Byrjaði 15 ára að æfa MMA og BJJ
Árangur á glímumótum: Íslandsmeistari unglinga tvö ár í röð og vann Mjölnir Open unglinga tvö ár í röð. Var í 2. sæti á Mjölnir Open fullorðinna 2014.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Var í fimleikum, sundi og fótbolta.
Um andstæðinginn: Veit að hann æfir jiu-jitsu og trúir því að jörðin sé flöt. Hann væri ekki á Bolamótinu ef ekki væri fyrir mig. Það er enginn að fara að kaupa miða til að sjá hann glíma, kæmi mér á óvart ef einhver veit hver hann er. Auk þess þurfum við að slást undir ákveðnum reglum, hann þorir ekkert að taka fight like a man.
Áhugaverð staðreynd: Það verður enginn viðstaddur Bolamótið sem hefur borðað fleiri tómata en ég
Coolbet stuðull: 1,70
Nafn: Pétur Óskar Þorkelsson
Aldur: 26 ára
Félag: Mjölnir
Reynsla í brasilísku jiu-jitsu: Byrjaði að æfa í apríl 2014
Árangur á glímumótum: Gull á Hvítur á leik 2014, silfur á Grettismótinu 2014, brons á Copenhagen Open 2014, silfur á Íslandsmeistaramótinu 2015 eftir tap gegn Bjarka í úrslitum, silfur á Grettismótinu 2016, gull á Mjölnir Open 2016, gull á Íslandsmeistaramótinu 2016, silfur á Danish Open 2016, gull á Íslandsmeistaramótinu 2017, gull á Mjölnir Open 2017, gull á Grettismótinu 2017, brons í gi og nogi á NAGA Ireland 2017.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Æfði aldrei neinar sérstakar íþróttir sem krakki en var mikið að klifra og hreyfa mig samt sem áður. Var smá í karate þegar ég var lítill.
Um andstæðinginn: Ég og Bjarki kepptum fyrst á Íslandsmeistaramótinu 2015 þar sem hann rétt svo vann á einhverju tækniatriði. Ég veit svo sem ekki mikið um hann nema að hann elskar Conor McGregor og speglar mest af hegðun sinni gagnvart manni sem ég myndi skammast mín fyrir að vera tengdur á einhvern hátt. Kæmi mér ekki á óvart að hann myndi reyna að kasta einhverju sem væri hendi næst í mig og gera sig að fífli. Ég er líka í Team Tony Ferguson. Svo ólst ég út á landi en eins og flestir vita erum við durtarnir miklu harðari af okkur en þessi borgarbörn eins og Bjarki.
Áhugaverð staðreynd: Höfuðkúpubrotnaði þegar ég var eins árs sem útskýrir að mörgu leyti hversu undarlegur ég get verið.
Coolbet stuðull: 2,05
Enn eru nokkrir miðar eftir á Tix.is hér og þá er hægt að veðja á glímurnar hjá Coolbet hér.