Friday, April 19, 2024
HomeErlentBardagamenn tjá sig um 15 mánaða bann Jon Jones

Bardagamenn tjá sig um 15 mánaða bann Jon Jones

Eins og við greindum frá seint í gærkvöldi hefur Jon Jones fengið 15 mánaða bann. Nokkrir bardagamenn tjáðu sig um bannið og eiga erfitt með að skilja lengd bannsins.

Jon Jones hefði átt að fá fjögurra ára bann frá USADA eftir að hann féll á lyfjaprófi í annað sinn í júlí í fyrra. Þess í stað fær hann aðeins 15 mánaða bann og verður klár í slaginn 28. október. Bann Jones var stytt töluvert þar sem hann uppljóstraði um aðra bardagamenn sem hafa verið að nota frammistöðubætandi efni.

Jones féll á lyfjaprófi sem tekið var daginn fyrir bardaga hans gegn Daniel Cormier á UFC 214. Jones rotaði Cormier en bardaginn var síðar dæmdur ógildur eftir að Jones féll á lyfjaprófinu. Cormier átti erfitt með að skilja 15 mánaða bannið og sagði USADA að hætta að heimsækja sig snemma um morguninn til að lyfjaprófa sig.

„USADA getur ekki komið lengur heim til mín kl. 6 um morguninn. Til hvers? Þeir hafa bankað upp á 15 sinnum, það er alveg nóg. USADA, þið þurfið ekki að koma heim til mín aftur. Þið þurfið þess ekki, ég mun ekki falla á lyfjaprófi, ég mun ekki gera einhver mistök. 70 sinnum hef ég verið lyfjaprófaður síðan ég byrjaði að glíma á alþjóðlegum vettvangi og ég hef aldrei gert mistök. Þetta er ekki það erfitt. Það að ég þurfi að sitja hér og fara yfir þetta aftur sýnir að þessir gæjar eru fáranlegir,“ sagði Daniel Cormier örlítið pirraður í UFC Tonight þættinum í gærkvöldi.

Fleiri bardagamenn eru ekki sáttir með 15 mánaða bannið og tjáðu sig á Twitter.

Khabib Nurmagomedov

Luke Rockhold

Curtis Blaydes

Arjen Singh

Tom Lawlor

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular