Friday, April 26, 2024
HomeErlentBann Jon Jones styttra þar sem hann kjaftaði frá

Bann Jon Jones styttra þar sem hann kjaftaði frá

Jon Jones fékk aðeins 15 mánaða bann fyrir sitt annað lyfjabrot undir USADA. Bannið var stytt þar sem Jones veitti USADA upplýsingar um önnur brot.

Jon Jones hefði átt að fá fjögurra ára keppnisbann eftir að hann féll á lyfjaprófi í júlí 2017. Þess í stað fær Jones bara 15 mánaða bann og getur barist strax í nóvember.

Jones hefði átt að fá 48 mánaða bann en bannið var stytt í aðeins 15 mánuði eftir gerðardómsúrskurð í gær. Bannið var stytt um þrjá mánuði þar sem USADA trúði því að hann hefði ekki viljandi ætlað sér að svindla. Bannið var hins vegar stytt um 30 mánuði þar sem Jones kjaftaði frá og upplýsti USADA um aðra bardagamenn sem voru að svindla. Þetta segir á Bloody Elbow.

Bannið var verulega stytt vegna „Substantial Assistance in Discovering or Establishing Anti-Doping Policy Violations.“ Í lyfjareglum USADA þýðir það einfaldlega að Jones hafi kjaftað frá (klausa 10.6.1.1).

Jon Jones hefur því veitt upplýsingar sem hefur annað hvort leitt til rannsókna á almennum afbrotum eða rannsókna á lyfjabrotum undir væng USADA. Jones hefur því veitt USADA upplýsingar um bardagamenn sem hafa verið að nota frammistöðubætandi lyf.

Bannið er stytt um 30 mánuði vegna upplýsinga Jones sem er dágóður tími. Það væri því ekki nóg fyrir Jones að segja að þessi eða hinn væru að brjóta af sér. Upplýsingarnar ættu að vera talsvert nákvæmari en það.

Bann Jon Jones klárast því viku fyrir UFC 230 sem fer fram í Madison Square Garden í nóvember. Enn vantar aðalbardaga kvöldsins á UFC 230.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular