spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBolamótið 2: Björn Lúkas vs. Eiður Sigurðsson

Bolamótið 2: Björn Lúkas vs. Eiður Sigurðsson

Bolamótið fer fram í 2. sinn á laugardaginn. 10 ofurglímur verða á dagskrá en hér kynnum við fimmtu glímu kvöldsins.

Bolamótið er uppgjafarglímumót en einungis er hægt að vinna með uppgjafartaki og eru engin stig í boði en keppt er undir svo kölluðum EBI reglum. Þrír Englendingar koma sérstaklega hingað til lands til að keppa á mótinu en hér kynnum við fimmtu glímu kvöldsins.

Björn Lúkas vs. Eiður Sigurðsson

Í næstsíðustu upphitunarglímu kvöldsins mætast þeir Björn Lúkas Haraldsson og Eiður Sigurðsson. Báðir eru þeir með brúnt belti í brasilísku jiu-jitsu og hafa mikla keppnisreynslu. Björn Lúkas Haraldsson gerði frábæra hluti á HM áhugamanna í MMA í nóvember í fyrra þar sem hann náði silfrinu eftir fimm bardaga á fimm dögum. Björn byrjaði snemma í bardagaíþróttum en auk þess að vera brúnt belti í BJJ er hann með svart belti í júdó og taekwondo. Eiður Sigurðsson er einn af bestu glímumönnum landsins og hefur náð frábærum árangri á glímumótum hérlendis undanfarin ár. Þá er hann einn af aðal glímuþjálfurunum í Reykjavík MMA.

Nafn: Björn Lúkas Haraldsson
Aldur: 23 ára
Félag: Mjölnir
Reynsla í brasilísku jiu-jitsu: Byrjaði 14 ára gamall þegar Helgi Flex kynnti það fyrir mér eftir taekwondo æfingu.
Árangur á glímumótum: Fimm Íslandsmeistaratitlar, einn af þeim í fullorðinsflokki þegar ég var 17 ára með undanþágu til að keppa. Hef líka unnið Mjölnir Open.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Keppt einn boxbardaga og unnið hann, tveir Íslandsmeistaratitlar í taekwondo, fjórir Íslandsmeistaratitlar í júdó, tveir Norðurlandameistara titlar í júdó og svo silfur á áhugamanna HM í MMA.
Um andstæðinginn: Flottur gaur, mjög myndarlegur líka. Það eru margir sem hafa spurt mig hvort við séum bræður þar sem við erum víst líkir í útliti. Það er langt síðan við kepptum síðast, við höfum kept ef ég man rétt allavega tvisvar. Þessar glímur hafa alltaf verið mjög jafnar en ég hef reyndar aldrei unnið hann en með þessum EBI reglum og það sem ég hef afrekað síðan við kepptum síðast þá held ég að þetta sé tíminn sem ég næ honum loksins.
Áhugaverð staðreynd: Ég kveikti næstum því í húsinu mínu við að reyna hvítta í mig tennurnar, við skulum ekki fara nánar í það..
Coolbet stuðull: 2,55

Nafn: Eiður Sigurðsson
Aldur: 27 ára
Félag: Reykjavík MMA
Reynsla í brasilísku jiu-jitsu: Byrjaði árið 2010
Árangur á glímumótum: Fjórfaldur Íslandsmeistari
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Var í fótbolta og handbolta þegar ég var polli. Vann einhver fótboltamót.
Um andstæðinginn: Flottur bardagakappi. Búið að vera gaman að fylgjast með honum seinustu ár. Hef tvisvar eða þrisvar mætt honum.
Áhugaverð staðreynd: Er lélegur í krumlu
Coolbet stuðull: 1,45

Uppselt er á viðburðinn en hægt verður að horfa á mótið í beinni á Youtube síðu Mjölnis. Þá er hægt að veðja á glímurnar hjá Coolbet hér.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular