spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBolamótið 2: Halldór Logi vs. Ben Dyson

Bolamótið 2: Halldór Logi vs. Ben Dyson

Bolamótið fer fram í 2. sinn í kvöld. 10 ofurglímur verða á dagskrá en hér kynnum við aðalglímu kvöldsins.

Bolamótið er uppgjafarglímumót en einungis er hægt að vinna með uppgjafartaki og eru engin stig í boði en keppt er undir svo kölluðum EBI reglum. Þrír Englendingar koma sérstaklega hingað til lands til að keppa á mótinu en hér kynnum við síðustu og aðalglímu kvöldsins.

Halldór Logi Valsson vs. Ben Dyson

Í aðalglímu kvöldsins mætast tveir magnaðir glímumenn. Halldór Logi er svart belti undir Gunnari Nelson og hefur sópað að sér verðlaunum á undanförnum mótum. Halldór keppti einmitt á síðasta Bolamóti þar sem hann fékk verðlaun frá Sportvörum fyrir skemmtilegustu glímu mótsins ásamt Bjarna Kristjánssyni. Halldór er þekktur fyrir að eltast af krafti við uppgjafartökin og gefur ekkert eftir. Hann hefur því skipað sér sess sem einn allra skemmtilegasti glímumaður landsins.

Ben Dyson hefur verið að gera það gott á glímumótum heima á Englandi að undanförnu. Dyson er einnig svart belti eins og Halldór en Dyson hefur keppt á sterkum mótum eins og Polaris. Dyson sigraði Newaza Challenge þar sem hann kláraði menn á borð við Tom Breese og Bradley Hill með uppgjafartaki. Þeir sem þekkja til Dyson og Halldór segja að þetta verði ógleymanleg glíma með miklu fjöri.

Nafn: Halldór Logi Valsson
Aldur: 22 ára
Félag: Mjölnir
Reynsla í brasilísku jiu-jitsu: Byrjaði að æfa árið 2011
Árangur á glímumótum: Margfaldur Íslandsmeistari, tekið Grettismótið líka og Mjölnir Open nokkrum sinnum. Tók svo NAGA í Dublin á dögunum. Árangurinn er bara geggjaður.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Var goðsögn í fótboltanum
Um andstæðinginn: Hlakka til að takast á við jafn öflugan andstæðing eins og Ben Dyson. Ég hef aðeins skoðað hann, hann er sterkur og öflugur, sókndjarfur og góður, býst við skemmtilegri glímu sem mun ekki fara í framlengingu!
Áhugaverð staðreynd: Var á topp 10 á Andrésarleikunum á skíðum á sínum tíma.
Coolbet stuðull: 1,75

Nafn: Ben Dyson
Aldur: 29 ára
Félag: IPPON GYM
Reynsla í brasilísku jiu-jitsu: Hef æft í 10 ár og svart belti undir Roy Dean sem ég hef æft hjá allan tímann.
Árangur á glímumótum: Keppt tvisvar á Polaris, Newaza Challenge Europe Winner, IBJJF British National sigurvegari.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Keppt í fótbolta, rúbbí og krikket. Með einn MMA bardaga.
Um andstæðinginn: Get ekki beðið eftir að keppa og sýna jiu-jitsuið mitt. Ég veit lítið um Halldór en ég mun setja upp háan hraða og eltast við uppgjafartakið.
Áhugaverð staðreynd: Bjó í Alaska í þrjá mánuði þar sem ég kenndi jiu-jitsu.
Coolbet stuðull: 2,00

Uppselt er á viðburðinn en hægt verður að horfa á mótið í beinni á Youtube síðu Mjölnis. Þá er hægt að veðja á glímurnar hjá Coolbet hér.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular