spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBolamótið 2: Margrét Ýr vs. Adda Guðrún

Bolamótið 2: Margrét Ýr vs. Adda Guðrún

Bolamótið fer fram í 2. sinn á laugardaginn. 10 ofurglímur verða á dagskrá en hér kynnum við fyrri kvennaglímu kvöldsins.

Á Bolamótinu er einungis hægt að vinna með uppgjafartaki en keppt er undir svo kölluðum EBI reglum. Þrír Englendingar koma sérstaklega hingað til lands til að keppa á mótinu en hér kynnum við fyrri kvennaglímu kvöldsins.

Margrét Ýr Sigurjónsdóttir vs. Adda Guðrún Gylfadóttir

Tvær mjög öflugar glímustelpur sem báðar eru með blátt belti í brasilísku jiu-jitsu og hafa mæst einu sinni áður.

Nafn: Margrét Ýr Sigurjónsdóttir
Aldur: 20 ára
Félag: Mjölnir
Reynsla í brasilísku jiu-jitsu: Byrjaði að æfa í janúar 2016
Árangur á glímumótum: 3. sæti á Hvítur á leik 2017, Íslandsmeistari hvítbeltinga 2017, 2. sæti á Mjölnir Open 2018
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Var í fimleikum með Stjörnunni og valin efnilegasta fimleikakona Garðabæjar árið 2009
Um andstæðinginn: Mættumst á Íslandsmeistaramótinu 2017 þar sem ég vann á stigum.
Áhugaverð staðreynd: Margrét var í kayak klúbb þegar hún var í grunnskóla.
Coolbet stuðull: 1,35

Nafn: Adda Guðrún Gylfadóttir
Aldur: 22 ára
Félag: VBC
Reynsla í brasilísku jiu-jitsu: Byrjaði að fikta við glímuna árið 2015.
Árangur á glímumótum: Hef keppt á nokkrum mótum hérlendis. Brons á Hvítur á leik 2015 og silfur í opna flokknum, silfur í mínum flokki á Fenrir Open 2015 og silfur í flokki hvítbeltinga á Íslandsmeistaramótinu 2017.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Var í fimleikum þegar ég var lítil.
Um andstæðinginn: Þekki hana voða lítið en tapaði gegn henni í úrslitum á Íslandsmeistaramótinu okkar flokki í fyrra.
Áhugaverð staðreynd: Var þrefaldur Íslandsmeistari í félagsvist í mínum aldursflokki þegar ég var krakki.
Coolbet stuðull: 2,95

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular