spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBolamótið 2: Vilhjálmur Arnarsson vs. Magnús 'Loki' Ingvarsson

Bolamótið 2: Vilhjálmur Arnarsson vs. Magnús ‘Loki’ Ingvarsson

Bolamótið fer fram í 2. sinn á laugardaginn. 10 ofurglímur verða á dagskrá en hér kynnum við síðustu upphitunarglímu kvöldsins.

Bolamótið er uppgjafarglímumót þar sem einungis er hægt að vinna með uppgjafartaki og eru engin stig í boði en keppt er undir svo kölluðum EBI reglum. Þrír Englendingar koma sérstaklega hingað til lands til að keppa á mótinu en hér kynnum við síðustu upphitunarglímu kvöldsins.

Magnús ‘Loki’ Ingvarsson vs. Vilhjálmur Arnarsson

Síðasta 6 mínútna upphitunarglíma kvöldsins verður æsispennandi. Magnús ‘Loki’ Ingvarsson frá Reykjavík MMA mætir þá Vilhjálmi Arnarssyni frá Akureyri. Magnús ‘Loki’ er flestum bardagaáhugamönnum vel kunnugur en hann er atvinnumaður í MMA og er 2-0 sem atvinnumaður. Magnús hefur klárað báða atvinnubardagana sína í 1. lotu og var 7-3-1 sem áhugamaður í MMA. Magnús er brúnt belti í brasilísku jiu-jitsu. Vilhjálmur Arnarsson er efnilegur glímumaður frá Akureyri og er brúnt belti rétt eins og Magnús.

Nafn: Magnús ‘Loki’ Ingvarsson
Aldur: 25 ára
Félag: Reykjavík MMA
Reynsla í brasilísku jiu-jitsu: Byrjaði að fikta við BJJ sem unglingar en hóf æfingar á fullu í lok árs 2011.
Árangur á glímumótum: Var í 2. sæti á London Warriors Cup Open mótinu í fyrra og var í 3. sæti í sínum flokki á Íslandsmeistaramótinu í fyrra.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Var í íshokkí í sjö ár og var Evrópumeistari unglinga í réttstöðulyftu árið 2010, þá 16 ára með 200 kg.
Um andstæðinginn: Veit að hann er seigur glímugæji, brúnt belti og er frá Akureyri. Held ég hafi aldrei mætt honum áður sem gerir þetta heavy spennandi
Áhugaverð staðreynd: Magnús þótti efnilegur í samkvæmisdansi en áhuginn var ekki nægur.
Coolbet stuðull: 1,55

Nafn: Vilhjálmur Arnarsson
Aldur: 20 ára
Félag:
Reynsla í brasilísku jiu-jitsu: Byrjaði að sýna þessu áhuga 2013 þegar Gunnar Nelson og Þráinn Kolbeinsson komu til Akureyrar með námskeið í Fenri. Var smá hobbý með grunnskóla en þegar ég fékk bláa beltið fór ég að stunda þetta af einhverju viti.
Árangur á glímumótum: Keppt tvisvar á Grettismótinu og náð 3. sæti og svo 1. sæti í mínum flokki. Þriðja sæti á Fenrir Open 2, tvö silfur á Copenhagen Open og 1. sæti á Fenrir Xmas innanhús móti.
Bakgrunnur í öðrum íþróttum: Keppti einu sinni í körfubolta í grunnskóla en spilaði lítið.
Um andstæðinginn: Veit að hann keppir í MMA en veit ekki mikið meira og hef aldrei mætt honum áður.
Áhugaverð staðreynd: Er ekki með neina áhugaverða staðreynd.
Coolbet stuðull: 2,30

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular