Friday, April 19, 2024
HomeForsíðaBoxmót HFK úrslit

Boxmót HFK úrslit

VBC/HFK var með boxmót í kvöld þar sem 11 Bretar kepptu við boxara frá íslenskum klúbbum.

13 bardagar voru á dagskrá í kvöld en þar af voru 11 á milli Breta og keppenda frá íslenskum klúbbum. Íslendingarnir unnur sex bardaga en Bretarnir fimm og var þetta því nokkuð jafnt.

Lewis Hughes var valinn boxari kvöldsins en bardagi Bjarka Smárasonar og Joshua Luther var viðureign kvöldsins. Bardagarnir voru afar skemmtilegir og stemningin góð en hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Tyler Hurley (Romford BC) sigraði Halldór Viðar (HR) með tæknilegu rothöggi í 2. lotu.
Idris Shonubi (Finchley BC) sigraði Magnús Kolbjörn (HFK) eftir klofna dómaraákvörðun.
Tinna Von Waage (HFK) sigraði Guilistan Kaararziz (Finchley BC) eftir klofna dómaraákvörðun.
Hilmir Örn Ólafsson (HR) sigraði Jack Clements (Romford BC) eftir klofna dómaraákvörðun.
Hallur Sigurðsson (HFK) sigraði Sam Rowe (Romford BC) með tæknilegu rothöggi í 1. lotu.
Bjarki Smárason (HFK) sigraði Joshua Luther (Finchley BC) eftir dómaraákvörðun.
Jakub Warzycha (HFK) sigraði Elmar Gauta (HR) eftir klofna dómaraákvörðun.
Lewis Hughes (Romford BC) sigraði Ásgrím Egilsson (HFK) eftir dómaraákvörðun.
Daniel Hans Erlendsson (HFH) sigraði Alexander Puchkov (HR) eftir klofna dómaraákvörðun.
Aleksandrs Baranovs (HFK) sigraði Aaron Fernandinho (Finchley BC) eftir klofna dómaraákvörðun.
Emin Kadri Eminsson (HFK) sigraði Tom Hunter (Finchley BC) eftir dómaraákvörðun.
Ibi Ekineh (Finchley BC) sigraði Kristján Kristjánsson (HFK) eftir dómaraákvörðun.
Ayo Barek (Romford BC) sigraði Rúnar Svavarsson (HFK) eftir dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular