spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBreytingar hjá Mjölni - Jón Viðar víkur sem stjórnarformaður

Breytingar hjá Mjölni – Jón Viðar víkur sem stjórnarformaður

Breytingar eiga sér stað í Mjölni um þessar mundir. Jón Viðar Arnþórsson hefur óskað eftir því að láta af störfum sem starfandi stjórnarformaður en þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Í fréttatilkynningunni segir að nýir hluthafar hafi komið að íþróttafélaginu Mjölni. Þeir Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman eru meðal nýrra hluthafa í gegnum eignarhaldsfélagið Öskjuhlíð GP ehf. Þeir hafa nú eignast um þriðjung í félaginu.

Einn af stofnendum og hluthöfum Mjölnis, Jón Viðar Arnþórsson, hefur ákveðið að snúa sér að öðrum störfum eftir 14 ára starf.

„Samhliða innkomu nýrra hluthafa hefur Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, óskað eftir því að láta af störfum sem starfandi stjórnarformaður, til að snúa sér að öðrum störfum, í það minnsta tímabundið. Jón Viðar er einn af stofnendum og hluthöfum Mjölnis og hefur þjálfað og starfað hjá félaginu frá stofnun. Hann verður áfram í hluthafahópi félagsins og í stjórn. Haraldur Nelson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Mjölnis, mun áfram leiða uppbyggingu félagsins ásamt þjálfurum og öðrum starfsmönnum,“ segir í fréttatilkynningunni.

Þetta eru stór tíðindi enda hefur Jón Viðar átt stóran þátt í uppbyggingu félagsins og MMA íþróttarinnar hér á landi.

„Framundan eru spennandi tímar hjá Mjölni. Ný æfingaaðstaða okkar í Öskjuhlíðinni býður upp á áhugaverða vaxtarmöguleika og við munum efla starfsemi Mjölnis enn frekar á næstu mánuðum. Með nýju og glæsilegu æfingahúsnæði getum við bætt við okkur fleiri iðkendum og fjöldi nýrra námskeiða hefjast nú í september. Jón Viðar hefur unnið gríðarlega gott starf fyrir Mjölni og mun áfram vinna að framgangi félagsins, innan stjórnar sem utan. Með tilkomu nýrra hluthafa styrkist bakland Mjölnis enn frekar, sem gerir okkur kleift að vaxa áfram og veita iðkendum okkar enn betri þjónustu“, segir Haraldur Nelson framkvæmdastjóri Mjölnis í fréttatilkynningunni.

„Eigendur Mjölnis eru sex talsins og aðrir hluthafar til viðbótar við þá sem nú eru kynntir til leiks, eru þeir Gunnar Nelson, Jón Viðar Arnþórsson, Haraldur Nelson, Bjarni Baldursson og Árni Þór Jónsson.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular