spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBrian Ortega meiddur og dregur sig úr bardaganum gegn Korean Zombie

Brian Ortega meiddur og dregur sig úr bardaganum gegn Korean Zombie

Brian Ortega mun ekkert berjast árið 2019 eftir að hann hefur neyðst til að draga sig úr bardaganum sem átti að fara fram þann 21. desember.

Brian Ortega átti að mæta Chan Sung Jung, betur þekktur sem The Korean Zombie, á UFC bardagakvöldi í Suður-Kóreu þann 21. desember. Bardaginn átti að vera aðalbardagi kvöldsins og fyrsti bardagi Ortega síðan hann tapaði fyrir Max Holloway í desember 2018. Á sunnudaginn verður akkúrat ár síðan hann barðist síðast.

Brian Ortega er með slit á krossbandi en það er ekki alveg slitið. Ortega verður frá í 2-3 mánuði og er verið að leita að andstæðingi sem stendur. Jeremy Stephens og Frankie Edgar eru sagðir líklegir til að koma í stað Ortega.

Edgar er nú þegar með staðfestan bardaga gegn Cory Sandhagen í janúar. Sá bardagi verður frumraun Edgar í bantamvigt en UFC er tilbúið að setja Edgar þess í stað á móti Korean Zombie í fjaðurvigt. UFC vonast til að Edgar geti barist í Suður-Kóreu í desember og svo gegn Sandhagen í janúar að sögn Helwani.

Það ætti að koma í ljós á næstu dögum hver kemur í stað Ortega en þetta eru mikil vonbrigði fyrir Ortega og hans aðdáendur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular