spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBrian Ortega: Þetta er það sem koma skal

Brian Ortega: Þetta er það sem koma skal

Brian Ortega var mjög sáttur með sigurinn á Chan Sung Jung í gær. Ortega sigraði eftir dómaraákvörðun þar sem hann vann allar loturnar.

Þetta var fyrsti bardagi Ortega í 679 daga eða síðan hann tapaði illa fyrir Max Holloway. Ortega var þolinmóður yfir loturnar fimm og gaf fá færi á sér.

„Það var frábært að koma til baka og treysta liðinu og vinnunni sem við höfum gert saman. Ég vissi að ég gæti þetta um leið og ég myndi fylgja alvöru leikáætlun og setja allar tilfinningar til hliðar. Ég hef verið að vinna með liðinu mínu í smá tíma núna. Ég lét mig hverfa af yfirborði jarðar um tíma og eyddi tíma í dýflissunni þar sem vinnan fór fram. Ég fylgdist vel með og vissi að minn tími myndi koma,“ sagði Ortega á blaðamannafundinum eftir bardagann.

Ortega ákvað eftir síðasta tap að skipta um þjálfara. Hann hafði velt þessu fyrir sér lengi en vildi ekki breyta neinu á meðan hann var að vinna. Eftir tapið gegn Holloway fannst honum tími til kominn að breyta til. Ortega var ánægður með nýju þjálfarana eftir þennan fyrsta bardaga með liðinu.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef verið með leikáætlun og fylgt henni eftir. Ég hef yfirleitt hætt við leikáætlunina snemma eða varla verið með leikáætlun. Núna var ég með alvöru leikáætlun og MMA þjálfara. Þú þarft að taka sénsa í þessari íþrótt og gera það sem þarf að gera.“

„Þetta var frábært. Þetta er mín þróun og það sem koma skal. Þetta er rétt svo fyrsta skrefið. Þetta var eins og fyrsta stefnumótið hjá mér og liðinu mínu og það gekk frábærlega. Ég bjóst við erfiðri fyrstu lotu. Hann [Jung] er hættulegastur í 1. lotu eins og hann sýndi gegn Moicano, Edgar og Dennis Bermudez. Planið var að taka því rólega í 1. lotu og gefa svo aðeins í.“

Ortega hefur nú tryggt sér titilbardaga gegn meistaranum Alexander Volkanovski. „Ég hef horft á bardagana hans Volkanovski og auðvitað bardagana gegn Max Holloway. Hann er mjög nákvæmur og tæknilegur“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular