0

Úrslit UFC Fight Night: Ortega vs. The Korean Zombie

UFC var með bardagakvöld í nótt þar sem þeir Brian Ortega og Chan Sung Jung mættust í aðalbardaga kvöldsins.

Þetta var fyrsti bardagi Brian Ortega í 679 daga en hann hefur verið frá vegna meiðsla. Ortega var gjörbreyttur maður í búrinu í kvöld frá því hann tapaði fyrir Max Holloway í desember 2018.

Ortega, sem var snoðaður og með nýtt lið, var mjög þolinmóður yfir loturnar fimm. Hann náði að kýla Jung niður í 1. lotu en stærsta augnablik bardagans kom í 2. lotu. Ortega náði þá mögnuðum snúningsolnboga sem felldi Jung og svo öðrum upp við búrið. Ortega tók Jung niður en Jung náði að lifa af.

Ortega var betri allan tímann og vann allar fimm loturnar með fjölbreyttum árásum standandi yfir loturnar fimm. Hann var með góð lágspörk, olnboga, mismunandi gagnárásir, hótaði fellunum og leit virkilega vel út. Jung komst aldrei í gang og var Ortega alltaf hættulegri.

Með sigrinum hefur Ortega tryggt sér titilbardaga gegn Alexander Volkanovski í fjaðurvigt en það sama má segja um Jessica Andrade. Þetta var fyrsti bardagi Andrade í fluguvigt kvenna og kláraði hún Chookagian í 1. lotu. Í lok 1. lotu lenti Andrade góðu skrokkhöggi og sást strax á Chookagian að hún fann fyrir högginu. Andrade fylgdi því eftir og féll Chookagian í gólfið eftir annað skrokkhögg. Sannfærandi sigur hjá Andrade en öll önnur úrslit má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Fjaðurvigt: Brian Ortega sigraði Chan Sung Jung eftir dómaraákvörðun (50-45, 50-45, 50-45).
Fluguvigt kvenna: Jéssica Andrade sigraði Katlyn Chookagian með tæknilegu rothöggi (body punches) eftir 4:57 í 1. lotu.
Léttþungavigt: Jimmy Crute sigraði Modestas Bukauskas með rothöggi (punches) eftir 2:01 í 1. lotu.
Veltivigt: James Krause sigraði Cláudio Silva eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Fjaðurvigt: Jonathan Martinez sigraði Thomas Almeida eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).

ESPN+ upphitunarbardagar:

Léttvigt: Guram Kutateladze sigraði Mateusz Gamrot eftir klofna dómaraákvörðun.
Fluguvigt kvenna: Gillian Robertson sigraði Poliana Botelho eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Jun Yong Park sigraði John Phillips eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Fares Ziam sigraði Jamie Mullarkey eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Maxim Grishin sigraði Gadzhimurad Antigulov með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 4:58 í 2. lotu.
Bantamvigt: Said Nurmagomedov sigraði Mark Striegl með rothöggi (punches) eftir 51 sekúndu í 1. lotu. 

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.