Tuesday, April 23, 2024
HomeErlentBrock Lesnar sagður hafa fallið á lyfjaprófi

Brock Lesnar sagður hafa fallið á lyfjaprófi

brock lesnarEnn einu sinni eru að berast fréttir af mögulegum brotum á lyfjastefnu UFC. USADA hefur tilkynnt að Brock Lesnari hafi mögulega brotið lyfjareglur UFC.

UFC sendi frá sér yfirlýsingu á föstudagskvöld þess efnis að Brock Lesnar hafi brotið lyfjareglur UFC. Brotið kom í ljós eftir lyfjapróf þann 28. júní segir í yfirlýsingunni.

Niðurstöður lyfjaprófsins komu í hús þann 14. júlí, fimm dögum eftir að Brock Lesnar sigraði Mark Hunt á UFC 200.

Ekki er vitað hvers lags brotið er eða hvaða efni fannst í lyfjaprófi hans. Það er stefna USADA að greina ekki frá þeim efnum sem finnast í lyfjaprófum fyrr en íþróttamaðurinn sjálfur greinir frá því. USADA mun kanna málið til hlítar og svo kveða upp úrskurð sinn áður en UFC ákveður refsiaðgerðir. Miðað við að þetta sé fyrsta brot Lesnar mun hann væntanlega fá tveggja ára bann verði hann fundinn sekur.

Þar sem bardaginn fór fram í Nevada fylki mun hann einnig fá refsingu frá þeim. Brock Lesnar fékk 2,5 milljónir dollara fyrir bardagann gegn Hunt og mun væntanlega þurfa að greiða prósentu af því í sekt verði hann fundinn sekur.

Lesnar hafði ekki barist í fjögur ár þegar hann snéri aftur um síðustu helgi. Lesnar fór í sex lyfjapróf á fjórum vikum fyrir UFC 200 og virðist nú hafa fallið á einu þeirra. Prófið var tekið utan keppnis og því er einungis um frammistöðubætandi efni að ræða.

Er Lesnar var spurður út í steraásakanir fyrir bardagann hafði hann þetta að segja: „Ég er hvítur strákur og massaður – sættið ykkur við það.“

Lesnar hefur ekki tjáð sig um málið og verður áhugavert að heyra meira um málið.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Kemur á óvart eða hitt og heldur og fínt að fá staðfestingu á því sem allir grunuðu að væri málið þó að það sé náttúrulega ekki komið í ljós hvaða efni þetta var en maðurinn lítur út eins og ofurhetja í teknimyndasögu að verða fertugur í þokkabót þannig að það er alveg hægt að segja að flintstones vítamínin hans voru ekki “tainted” með einhverju frammistöðubætandi lyfi.
    Maður er samt smá svekktur yfir þessu því ef að hann fær tveggja ára bann að þá keppir hann væntanlega ekki aftur í UFC sem þýðir að maður missir af því að sjá kappana í topp 5 í þungavigtinni buffa Brock, menn eins og JDS, Overeem eða Cain aftur myndu glaðir berja hann aftur, en svo er líka fínt að losna við þennan mann úr MMA.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular