Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBrock Lesnar fór í átta lyfjapróf á fjórum vikum

Brock Lesnar fór í átta lyfjapróf á fjórum vikum

brock lesnar 2Brock Lesnar fór í ansi mörg lyfjapróf á stuttum tíma fyrir bardaga sinn gegn Mark Hunt á UFC 200. Hann stóðst mörg þeirra en féll að minnsta kosti á einu prófi.

Lesnar fór í átta lyfjapróf á einum mánuði fyrir bardagann. Fimm þeirra fóru fram á fyrstu tveimur vikunum eftir að bardaginn var tilkynntur. Lesnar og USADA vissu ekki betur en að hann hefði staðist öll lyfjapróf fram að UFC 200. Lyfjapróf þann 28. júní reyndist hins vegar vera jákvætt en niðurstöður lyfjaprófsins komu ekki í ljós fyrr en fjórum dögum eftir UFC 200.

USADA mun ekki greina frá þeim efnum sem fundust í lyfjaprófinu fyrr en Lesnar greinir sjálfur frá þeim. Enn sem komið er hefur Lesnar ekki sagt neitt nema stutta yfirlýsingu: „Við munum komast til botns í þessu máli,“ sagði Lesnar.

Brock Lesnar hætti í MMA eftir tap gegn Alistair Overeem í desember 2011. Í reglum USADA, sem sér um öll lyfjamál UFC, segir að snúi bardagamaður aftur eftir að hafa hætt þurfi hann að ganga í gegnum fjögurra mánaða endurkomutímabil áður en hann fær að berjast aftur. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að menn hætti, dæli í sig alls konar efnum, og komi svo aftur ferskari en nokkru sinni fyrr. Brock Lesnar fékk hins vegar undanþágu frá þessari reglu og þótti það nokkuð umdeilt.

Lyfjastefna USADA var ekki í gildi árið 2011 þegar Lesnar hætti en samstarf USADA við UFC hófst ekki fyrr en í júlí 2015. Endurkoma Lesnar var svo tilkynnt mánuði fyrir UFC 200. USADA veitti Brock Lesnar undanþágu frá þessari fjögurra mánaða endurkomureglu þar sem hann hafði verið svo lengi frá.

UFC semur oft við bardagamenn sem berjast sinn fyrsta UFC bardaga örfáum vikum (jafnvel dögum) fyrir bardaga. Eðlilega hafa þeir því ekki gengist undir öll lyfjapróf USADA sem bardagmenn UFC þurfa að öllu jöfnu að gangast undir.

Þeir eru þó prófaðir um leið og þeir semja við UFC rétt eins og í máli Lesnar. Lesnar fékk því sömu undanþágu og aðrir bardagamenn sem koma inn með skömmum fyrirvara. Lesnar fór því ekki í sitt fyrsta lyfjapróf fyrr en hann var búinn að skrifa undir samninginn við UFC – mánuði fyrir UFC 200.

Í ljósi þess hve seint Lensar skrifaði undir við UFC og útlit hans var hann því prófaður oftar en venjan er. USADA hikar ekki við að prófa menn oftar sem líta út fyrir að taka eitthvað meira en bara vítamínin sín.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular