spot_img
Thursday, May 15, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBrundage hafði betur gegn Marquez

Brundage hafði betur gegn Marquez

Næst síðasti bardagi UFC Apex-kvöldsins í nótt var á milli Cody Brundage og Julian Marquez. Bardaginn var mjög góð skemmtun þar sem báðir keppendur lögðu öll spilin á borðið í fyrstu lotu og börðust þangað til annar þeirra gat ekki meira.

Bardaginn var stuttur og tók tæpa lotu að fá sigurvegara. Marquez sló góminn úr Brundage þegar að ein mínúta var eftir af lotunni og brást Brundage með því að slá góminn úr Marquez í staðinn. Mennirnir stóðu svo með óvarinn tanngarðinn og skiptust á höggum þangað til dómarinn skarst í leikinn og kom gómunum fyrir aftur. Það má velta fyrir sér hvort að dómarinn hafi í raun sett réttan góm í réttan munn þegar hann stoppaði bardagann. Ekki voru allir áhorfendur sannfærðir.

Stuttu eftir að dómarinn hafði komið munnstykkjunum fyrir hittir Brundage hrikalega góðri hægri hendi sem markaði upphafið af endanum fyrir Marquez, sem reyndi eftir bestu getu að verja sig og gera nógu mikið til að komast inn í aðra lotu. En allt kom fyrir ekki.

Þetta var síðasti bardaginn á samningnum hans Cody Brundage sem vildi örugglega minna á sig og freista þess að fá nýjan samning. Cody sagði eftir bardagann að hann langi að gera atlögu að titlinum. Hann er með gott fólk í kringum sig sem hefur stundum meiri trú á honum en hann sjálfur.

Brundage æfir undir Marc Montoya í Factory X sem virðist vera að vinna í stílnum hans Brundage og ætlar að koma honum upp á næsta level

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið