spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaBrynjólfur tapaði í Írlandi í gær

Brynjólfur tapaði í Írlandi í gær

brynjólfur ingvarsson binni buff
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Brynjólfur Ingvarsson tapaði í gær bardaga sínum gegn Jeanderson Castro í Írlandi. Dómarinn ákvað að stöðva bardagann eftir aðra lotu.

Þetta er fyrsta tap Brynjólfs í MMA en fyrir bardagann hafði hann sigrað báða sína bardaga. Fyrsta lotan reyndist erfið en í annarri lotu komst Brynjólfur í yfirburðarstöðu, „mount“, en náði ekki að klára bardagann. Castro snéri stöðunni við náði að lenda þungum höggum í gólfinu. Eftir aðra lotuna ákvað dómarinn að stöðva bardagann. Að sögn Brynjólfs var þetta rétt ákvörðun hjá dómaranum þó hann hafi talið sig geta haldið áfram.

„Ég lærði mikið og þetta er hluti af íþróttinni en mér finnst samt ömurlegt að tapa og sérstaklega bardaga sem ég hefði getað unnið ef ekki fyrir stór og heimsluleg mistök,“ sagði Brynjólfur um bardagann.

Brynjólfur þjálfar hjá Ými MMA á Selfossi og hefur áhuga á að berjast aftur. „Ég hef áhuga á að berjast aftur en ekki á næstunni. Það er ýmislegt sem ég hef fundið í svolítinn tíma að ég þarf að bæta og ég ætla að taka a.m.k. veturinn í það.“

„Ég tek afskaplega mikið úr þessum bardaga og er bæði sterkari og betri fyrir vikið. Mig langar að þakka öllum þeim sem hjálpuðu mér fyrir bardagann, og biðjast afsökunar á að hafa ekki skapað betri niðurstöðu,“ sagði Brynjólfur að lokum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular