Enn einu sinni er UFC meistari að meiðast! Til stóð að Cain Velasquez myndi verja titil sinn gegn Fabricio Werdum á UFC 180 þann 15. nóvember en nú hefur þungavigtarmeistarinn þurft að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla. Í hans stað kemur Mark Hunt og berst hann við Werdum um “interim” þungavigtartitil UFC.
Þetta er gríðarlegt áfall fyrir UFC, bardagaaðdáendur í Mexíkó og síðast en ekki síst, Cain Velasquez. UFC 180 verður fyrsta bardagakvöld UFC í Mexíkó og átti Velasquez að hjálpa UFC að brjótast inn á þann markað en Velasquez kemur úr mexíkanskri fjölskyldu. Meistarinn var mjög spenntir yfir því að berjast í Mexíkó en sá dramur þarf að bíða um stund.
Þungavigtarmeistarinn Velasquez hefur verið frá vegna meiðsla í öxl síðan eftir bardagann gegn Junior dos Santos í október í fyrra. Hann þarf nú að gangast undir hnéaðgerð en ekki er vitað hvenær hann geti snúið aftur.
Werdum og Velasquez voru þjálfararnir í fyrstu seríunni af TUF: Latin America en úrslitabardagarnir fara fram á UFC 180. Eins og áður hefur komið fram mun Mark Hunt mæta Werdum í stað Velasquez en sá bardagi verður um “interim” þungavigtarbelti UFC. Þegar Velasquez snýr aftur munu titlarnir verða sameinaðir.
Það er líkt og bölvun fylgi því að vera UFC meistari. Dominick Cruz var lengi frá vegna meiðsla á meðan hann var bantamvigtarmeistari, léttvigtarmeistarinn Anthony Pettis hefur ekki barist síðan í ágúst 2013, Johny Hendricks var lengi meiddur eftir að hann varð meistari en mun verja beltið sitt í desember og þá þurfti að fresta titilbardaga Chris Weidman vegna meiðsla hans. Jose Aldo berst nú um helgina en í nokkur skipt hefur þurft að fresta titilbardögum hans vegna meiðsla. Einu meistararnir sem virðast haldast nokkuð meiðslalausir eru Jon Jones, Demetrious Johnson og Ronda Rousey (þó hún hafi þurft á smávægilegri aðgerð að halda eftir sinn síðasta bardaga).
Þrátt fyrir allt verður Hunt gegn Werdum áhugaverður bardagi. Hver hefði haldið að Mark Hunt ætti eftir að berjast um titil þegar hann kom fyrst í UFC?
Ég. Mínir peningar eru á Hunt ef hann nær vigt.