spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaCall of Duty vinir Gunnars hittu hann í Glasgow

Call of Duty vinir Gunnars hittu hann í Glasgow

Englendingarnir Chris, Tony og Mark mættu til Glasgow í gær til að horfa á Gunnar keppa í kvöld gegn Santiago Ponzinibbio. Þeir þekkja Gunnar eftir að hafa spilað með honum Call of Duty um nokkurt skeið.

„Við vorum búnir að spila með honum í nokkra mánuði þegar Mark og Gunnar voru að spjalla eitt kvöldið og Mark sagðist ætla að horfa á UFC. Gunnar spurði þá hvort Mark væri mikill MMA aðdáandi sem hann er. Þá sagði hann Mark að hann væri að berjast í UFC,“ sagði Chris er MMA Fréttir ræddi við þá á hótelbarnum í Glasgow.

Gunnar Nelson er mikið fyrir Call of Duty (COD) og hefur spilað með þeim Chris, Mark og Tony í nokkra mánuði. Þeir spila reglulega saman í gegnum netið og áttu erfitt með að trúa því að Gunnar væri í alvörunni UFC bardagamaður.

„Mark sagði okkur að þessi gæji, sem við vorum búnir að spila með í nokkra mánuði, væri UFC bardagamaður. Við trúðum því að sjálfsögðu ekki, ekki séns. Hann er bara að trolla okkur, en nei, Mark var 100% viss um að þetta væri Gunnar. Hann þekkti röddina.“

„Ég trúði þessu aldrei og sagðist vera Steven Gerrard. Hann hló bara að því en við höfðum spilað með honum í nokkra mánuði og höfðum enga ástæðu til að trúa honum ekki. Við horfum allir á UFC, ég vissi ekki alveg hver hann var, hafði heyrt nafnið en mundi ekki alveg hver hann var. Tony og Mark vissu nákvæmlega hver hann var enda fylgjast þeir betur með UFC en ég. Þeir voru í meira sjokki en ég. Hann var góður gaur áður en við vissum hver hann var, kurteis og vinalegur og er það auðvitað enn.“

Þegar Gunnar barðist í London í mars við Alan Jouban bauð hann strákunum að hitta sig þar. „Við Tony komumst ekki þá þar sem bardaginn kom með smá stuttum fyrirvara. Mark komst hins vegar og hitti Gunnar þar. Það er fyndið að sjá fólk koma upp að honum og biðja hann um myndir og eiginhandaráritun þegar hann er bara gæjinn sem maður hefur þekkt sem gaurinn sem spilar COD með okkur.“

Saman hafa þeir spilað Call of Duty í rúmt hálft ár, en getur Gunnar eitthvað í leiknum? „Hann er ömurlegur,“ segir Chris og hlær. „Nei nei, hann er í alvörunni bara frekar góður. Hann er frekar háður COD. Við spilum mikið, en hann spilar miklu meira en við.“

Gunnar, Mark, Tony og Chris.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular