spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCarlos Condit íhugar að leggja hanskana á hilluna

Carlos Condit íhugar að leggja hanskana á hilluna

Carlos Condit Robbie Lawler
Mynd: John Locher

Carlos Condit barðist um veltivigtartitilinn í gær gegn Robbie Lawler. Eftir bardagann kvaðst hann vera að íhuga að leggja hanskana á hilluna.

Bardaginn var hnífjafn og sigraði Lawler eftir klofna dómaraákvörðun. Ekki voru allir sammála dómaraákvörðuninni og fannst mörgum að Condit hefði átt að fá sigurinn dæmdan sér í vil.

Eftir bardagann talaði Carlos Condit um þetta gæti hafa verið hans síðasti bardagi á ferlinum. Condit gæti hugsað sér að leggja hanskana á hilluan eftir þetta fimm lotu stríð eins og hann sagði við Ariel Helwani í gær.

Einn af þjálfurum Condit, Brandon Gibson, var ekki viss um hvað vinur hans Condit myndi gera. Að hans mati myndu þeir bíða og sjá hvað UFC býður þeim og hvort Condit fái annað tækifæri gegn Lawler áður en ákvörðun um framhaldið verður tekin.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular