Wednesday, September 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaCathal Pendred berst á sama kvöldi og Gunnar

Cathal Pendred berst á sama kvöldi og Gunnar

cathal pendred
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Íslandsvinurinn Cathal Pendred mun einnig berjast á UFC bardagakvöldinu í Svíþjóð þann 4. október næstkomandi. Þar mætir hann Rússanum Gasan Umalatov en Gunnar Nelson er í aðalbardaga kvöldsins.

Cathal Pendred var meðlimur í 19. seríu The Ultimate Fighter þar sem hann datt út í 8-manna úrslitum. Hann barðist sinn fyrsta UFC bardaga á bardagakvöldinu í Dublin þann 19. júlí. Þar sigraði hann Mike King í frábærum bardaga og fékk bónus fyrir besta bardaga kvöldsins. Í bardaganum var Pendred kýldur niður í fyrstu lotu en náði á einhvern ótrúlegan hátt að þrauka út lotuna. Í 2. lotu náði hann King í hengingu og svæfði á örfáum sekúndum.

Andstæðingurinn hans, Gasan Umalatov, er með tvo bardaga að baki í UFC, sigur á Paulo Thiago og tap gegn Neil Magny. Bardaginn verður háður í veltivigt.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

  1. Ég veit að það er frekar snemmt að pæla í þessu en mundu Gunni og Cathal berjast um titilinn ef sú staða kæmi upp (eða hvenær sem er)? Þessi spurning mun líklega koma upp á prefight press confrence en hefuru eitthhvað spurt Gunna að þessu?

  2. sé enga ástæðu til að ætla annað en að þeir myndu berjast við hvern annan

    og já hann var í þættinum sem middleweight og mike king bardaginn var það líka, sem hentar stílnum hans mjög illa að mínu mati, geri ráð fyrir að honum eigi eftir að ganga miklu betur sem ww

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular