Friday, July 26, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMetamoris IV er á laugardagskvöldið

Metamoris IV er á laugardagskvöldið

Metamoris IV er annað kvöld. 5 glímur fara fram og eru margir af fremstu glímumönnum heims á glímukvöldinu svo sem Andre Galvao, Kit Dale, Dean Lister og svo MMA kapparnir Chael Sonnen og Josh Barnett.

Það verður ekkert UFC um helgina en þess í stað fá aðdáendur bardagalista tækifæri til að njóta íþróttarinnar sem kölluð hefur verið blíðlist. Við erum að sjálfsögðu að tala um jiu-jitsu en Metamoris kvöldin hafa stimplað sig inn sem stórviðburður í jiu-jitsu heiminum. Til upprifjunar þá er Metamoris ekki mót heldur samansafn af nokkrum ofurglímum ef svo má að orði komast. Það eru engin stig, hver glíma er 20 mínútur og ef enginn gefst upp er glíman dæmd jafntefli. Þetta fyrirkomulag er einfalt og hvetur keppendur til að klára glímuna með uppgjafartaki í stað þess að tefja og sigra á stigum.

Metamoris III heppnaðist einstaklega vel. Glíman á milli Eddie Bravo og Royler Gracie var ógleymanleg. Að þessu sinni verður aðalglíman ekki síður áhugaverð. Sjálfur Chael Sonnen ætlar að skora á einn besta jiu-jitsu glímukappa í heimi, Andre Galvao. Það munaði litlu að Sonnen yrði að hætta við út af hótunum The Nevada Athletic Commission (NAC) um að sekta hann. Sonnen er í tveggja ára banni frá MMA keppni en NAC hefur ekkert um jiu-jitsu keppnir að gera sem gerir atburðarrásina mjög skrítna. Förum yfir glímurnar í réttir röð.

Garry Lee Tonon gegn Kit Dale

Þessir tveir eru minnst þekktu mennirnir á kvöldinu og  þeir einu sem eru ekki með Wikipedia síður. Dale er frá Ástralíu en það er ekki beint land sem er þekkt fyrir góða jiu-jitsu bardagamenn. Dale er helst þekktur fyrir afar skemmtileg myndbönd en fékk svart belti eftir að hafa æft í aðeins fjögur og hálft ár. Garry Lee Tonon er lítið þekktur New York glímumaður. Hann er þekktur fyrir að taka áhættur og hefur vakið athygli t.d. með góðri frammistöðu gegn Buchecha  á ADCC mótinu árið 2013.

keenan
Keenan Cornelius

Keenan Cornelius gegn Vinny Magalhaes

Þessi glíma átti að eiga sér stað á Metamoris III. Magalhaes þurfti að hætta við keppni eftir slæma sýkingu en nú verður bætt úr þeim vonbrigðum. Báðir þessir kappar eru á besta aldri og með þeim bestu í bransanum. Þeir eru með ólíka stíla sem ætti að þýða mjög spennandi viðureign og sigurvegarinn (ef einhver) fær heiðurinn að launum.

Dean-lister
Dean Lister

Dean Lister gegn Josh Barnett

Þema kvöldsins er í raun jiu-jitsu gegn ólympískri glímu. Josh “The Warmaster” Barnett er glímumaður (Catch wrestling en sú grein einblínir meira á uppgjafartök en aðrar tegundir af glímu) líkt og Sonnen en hann er líka með svart belti í jiu-jitsu. Hann er líka fyrrverandi UFC meistari en hefur lítið keppt í jiu-jitsu.  Dean “The Boogie Man” Lister  þarf varla að kynna. Hann þekktur fyrir fótalása og fyrir að hafa ekki gefist upp eftir uppgjafartak í um 15 ár. Hann er allur pakkinn, sterkur, reyndur og tæknilega frábær. Þetta verður áhugavert.

Saulo Ribeiro gegn Rodrigo Medeiros

Þessi glíma er á milli tveggja goðsagna af gamla skólanum. Saulo Ribeiro, bróðir Xande Ribeiro, er búinn að vera svartbeltingur í tæp 20 ár. Hann er fimmfaldur heimsmeistari (lenti fjórum sinnum í öðru sæti) og er einn sigursælasti jiu-jitsu íþróttamaður frá upphafi. Rodrigo Medeiros fékk svarta beltið sitt frá Rolls Gracie (kennari Rickson Gracie). Hann er ekki eins sigursæll og Ribeiro en hann með mikla keppnisreynslu og gæti hæglega unnið.

sonnen galvao

André Galvao gegn Chael Sonnen

Það er erfitt að ýminda sér að Chael Sonnen geti sigrað sjálfan André Galvao í jiu-jitsu keppni. Sannleikurinn er sá að það verður sigur fyrir hann að lifa af en Galvao hefur meiru að tapa. Það sem gerir þessa glímu spennandi er að Sonnen mun taka áhættu, hann er bara þannig gerður. Galvao er glímuskrímsli, Guð hjálpi Sonnen.

Því má bæta við að skv. Wikipedia á að vera ein leyni glíma sem á að koma á óvart. Hvaða hafa þeir í pokahorninu?

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular