spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentChad Mendes leggur hanskana á hilluna

Chad Mendes leggur hanskana á hilluna

Chad Mendes tapaði um helgina fyrir Alexander Volkanovski. Chad Mendes er sagður vera hættur eftir tapið.

Þetta segir blaðamaðurinn Farah Hannoun á Twitter. Mendes hefur sjálfur ekkert sagt hvort hann sé formlega hættur en fleiri miðlar hafa greint frá.

Mendes tapaði fyrir Alexander Volkanovski með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Bardaginn var frábær skemmtun og fengu þeir báðir bónus fyrir besta bardaga kvöldsins.

Mendes er bara 33 ára gamall en hann sagði fyrir bardagann að hann vildi ekki vera einhver hliðvörður í UFC. Mendes var enn einn af þeim bestu í fjaðurvigtinni en taldi sig kannski vera of langt frá titilbardaga í fjaðurvigtinni til að halda áfram.

Mendes fékk tveggja ára bann eftir fall á lyfjaprófi en snéri aftur í búrið í sumar. Þá kláraði hann Myles Jury og leit ansi vel út. Hann tapaði svo fyrir Volkanovski um helgina og ætlar greinilega ekki að halda áfram.

Mendes átti mjög góðan feril og mætti mörgum af þeim bestu. Hann tapaði tvisvar fyrir Jose Aldo og var rotaður af Frankie Edgar og Conor McGregor. Seinni bardagi hans gegn Aldo var einn sá besti í sögu fjaðurvigtarinnar og var bardaginn gegn Conor einnig mjög skemmtilegur.

Mendes er með nóg fyrir stafni en hann er með fyrirtæki í veiðibransanum. Mendes er leiðsögumaður í veiðiferðum og hefur alltaf haft mikinn áhuga á skot- og fiskveiðum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular