spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentChad Mendes vill berjast aftur við Frankie Edgar

Chad Mendes vill berjast aftur við Frankie Edgar

Chad Mendes lýkur bráðlega afplánun tveggja ára keppnisbanns vegna falls á lyfjaprófi. Hann getur snúið aftur til keppni þann 10. júní og er með einn andstæðing í huga.

Chad Mendes hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Frankie Edgar í desember 2015. Hann er nú ákveðinn í að fá endurat gegn Edgar en þetta lét hann hafa eftir sér í The MMA Hour á dögunum.

Mendes barðist gegn Frankie Edgar á úrslitakvöldi The Ultimate Fighter 22 í desember 2015, kvöldið áður en Conor McGregor rotaði Jose Aldo. Bardaginn endaði ekki vel fyrir Mendes þar sem Edgar rotaði hann í fyrstu lotu en sex mánuðum síðar féll Mendes á lyfjaprófi.

Mendes langar að hefna fyrir tapið en það gæti reynst erfitt að fá topp 10 andstæðing á þessum tímapunkti. Hann hefur þegar tapað tveimur titilbardögum gegn Jose Aldo, sem á bókaðan bardaga gegn Jeremy Stephens, Brian Ortega á titilbardaga gegn Max Holloway og Josh Emmet og Darren Elkins eru liðsfélagar Mendes í Team Alpha Male og hann vill ekki berjast við þá. Það eru því ekki margir valmöguleikar í boði fyrir Mendes og telur hann að bardagi gegn Frankie Edgar væri gott næsta skref.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular