spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaChael Sonnen féll aftur á lyfjaprófi

Chael Sonnen féll aftur á lyfjaprófi

Chael SonnenÍþróttasamband Nevada fylkis hefur staðfest að Chael Sonnen hafi fallið á öðru lyfaprófi. Í þetta sinn fannst HGH og EPO en bæði lyfin eru án nokkurs vafa frammistöðubætandi og kolólögleg.

Fyrr í mánuðinum ákvað Chael Sonnen að segja skilið við MMA eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Þar fundust lyfin Clomiphene og Anastrozole en að sögn Sonnen var hann á þeim lyfjum til að ná eðlilegu testósterón magni í líkamanum eftir að hafa verið á TRT um tíma (Testosterone Replacement Therapy). Lyfin eru ólögleg en eru ekki talin vera frammistöðubætandi.

EPO og HGH eru mun alvarlegri efni. EPO er gerir það að verkum að blóðið inniheldur meira magn af súrefni sem eykur þol neytandans. Þetta er eitt af þeim lyfjum sem Lance Armstrong var á þegar hann féll á sínum tíma. HGH, eða Human Growth Hormone, er svo notað til að auka vöðvamassa í miklum vís. Þetta eru augljóslega frammistöðubætandi efni en nú þegar Sonnen er hættur er ekki ljóst hvaða áhrif þetta mun hafa á hann.

Orðspor hans bíður hnekki en Sonnen fær eflaust að keppa á Metamoris 4 glímumótinu án nokkurra vandamála. Metamoris er glímumót þar sem ekkert íþróttasamband kemur að viðburðinum og keppa keppendur eina glímu en mótið er fyrst og fremst hugsað sem skemmtun fyrir áhorfendur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular