spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaChael Sonnen gegn Andre Galvao á Metamoris 4?

Chael Sonnen gegn Andre Galvao á Metamoris 4?

metamorisGlímumótið Metamoris 4 verður haldið þann 9. ágúst í Los Angeles og er glímukvöldið farið að taka á sig mynd samkvæmt háværum orðrómum. Samkvæmt Twitter hafa Chael Sonnen og Andre Galvao samþykkt að mætast í aðal glímu kvöldsins.

Metamoris hefur stimplað sig rækilega inn í glímuheiminn og er viðburðunum beðið með mikilli eftirvæntingu. Mótið er boðsmót þar sem þekktum glímumönnum er boðin þátttaka og keppir hver keppandi bara eina glímu.

Svo virðist sem Chael Sonnen og Andre Galvao verði í aðal glímu kvöldsins. Chael Sonnen lagði MMA-hanskana á hilluna í síðustu viku eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Hann er afar sterkur glímumaður og með frábærar fellur. Andstæðingur hans verður einn besti glímumaður heims, Andre Galvao, en hann er margfaldur heimsmeistari og ADCC glímumeistari.

Hávær orðrómur er uppi um að þetta verði hinar glímur kvöldsins án þess að það hafi verið staðfest.

Kron Gracie gegn Benson Henderson
Saulo Ribeiro gegn Comprido Medeiros
Dean Lister gegn Josh Barnett
Keenan Cornelius gegn Kevin Casey
Kit Dale gegn Garry Tonon
Orlando Sanchez gegn Vinny Magalhaes

Það verður að teljast ólíklegt að Ben Henderson keppi að þessu sinni þar sem hann á bardaga í UFC gegn Rafael Dos Anjos þann 23. ágúst. Þrátt fyrir það lítur þetta glímukvöld ansi vel út.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular