Friday, April 19, 2024
HomeForsíðaChael Sonnen hættur!

Chael Sonnen hættur!

UFC bardagamaðurinn Chael Sonnen hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Þetta kemur í kjölfarið á fréttum þess efnis að hann hafi fallið á lyfjaprófi en hann átti að berjast á UFC 175 í júlí.

Chael Sonnen er 37 ára gamall og sennilega er þetta rétti tíminn fyrir hann til að hætta.  Þetta kemur að vissu leiti á óvart þar sem fyrir tveimur dögum síðan átti hann að berjast við Vitor Belfort á UFC 175 þann 5. júlí. Eftir að hafa fallið á lyfjaprófi var hann fjarlægður af bardagakvöldinu og hefur nú ákveðið að segja skilið við íþróttina. Svo virðist sem að UFC geti ekki útvegað Vitor Belfort nýjan andstæðing fyrir 5. júlí án þess að það hafi verið endanlega staðfest.

Sonnen barðist tvisvar um UFC-titilinn í millivigt og einu sinni í léttþungavigt en tapaði í öll skiptin. Hann komst gríðarlega nálægt því að sigra Anderson Silva í fyrri bardaganum milli þeirra en Silva sigraði eftir “triangle” hengingu í 5. lotu. Hans verður þó helst minnst fyrir kjaftbrúk sinn utan búrsins. Chael Sonnen mun sennilega halda áfram að starfa sem greinandi á FOX-sjónvarpsstöðinni svo hann mun ekki sitja á auðum höndum nú þegar ferlinum er lokið.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular