Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 10 ríkustu MMA bardagamennirnir

Föstudagstopplistinn: 10 ríkustu MMA bardagamennirnir

Hverjir eru tíu ríkustu núverandi og fyrrverandi bardagamenn í MMA? Í föstudagstopplista vikunnar kíkjum við á tíu ríkustu bardagamenninga í MMA. Tölurnar segja til um hversu mikið bardagamennirnir hafa grætt á sínum ferli.

Upplýsingarnar eru fengnar samkvæmt öðrum miðlum og tölum sem íþróttasamböndin í Bandaríkjunum gefa upp. UFC gefur ekki upp innanhússbónusa né hvaða bardagamenn fá hluta af Pay Per View sölum svo að heildarvirði bardagamanna gæti hækkað og lækkað. Tölurnar eru námundaðar.

rampage jackson

10. Quinton „Rampage“ Jackson – 12 milljónir dollara (1.3 milljarður)

Rampage gerði það gott í PRIDE og UFC en einnig hefur hann verið að reyna fyrir sér í Hollywood. Hans stærsta hlutverk var þegar hann lék B.A Baracus í The A-Team.

9. Chuck Liddel – 14 milljónir dollara (1.6 milljarður)

Liddel hefur grætt á tá og fingri fyrir að berjast í UFC. Eftir að bardagaferli hans lauk hóf hann störf innan UFC en hefur einnig grætt peninga á bókinni „Iceman: My fight life“.

FedorIceCream

8. Fedor Emelianenko – 15 milljónir dollara (1.7 milljarður)

Emelianenko er af mörgum talinn besti þungavigtar MMA keppandi allra tíma, ef ekki besti bardagamaður allra tíma. Hann barðist fyrir Strikeforce, M1, Affliction en gerði garðin frægan í japönsku samtökunum PRIDE. Emelianenko situr nú í íþróttaráði fyrir rússneskar íþróttir og heilsu.

7. Tito Ortiz – 15 milljónir dollara (1.7 milljarður)

Ortiz hefur fengið meirihlutann af tekjum sínum fyrir að berjast fyrir UFC en einnig á hann fatafyrirtækið Punishment.

6. Wanderlei Silva -16 milljónir dollara (1.8 milljarður)

Brasilíubúinn sem hljóp frá lyfjaprófi nú nýlega var ókrýndur kóngur PRIDE keðjunnar og hefur verið í MMA í langan tíma. Hann rekur einnig sinn eiginn bardagaklúbb.

brock-lesnar

5. Brock Lesnar – 16 milljónir dollara (1.8 milljarður)

Lesnar er einn af fáum á listanum sem hefur grætt mestan pening utan MMA. Lesnar hefur verið stór stjarna í hinu geysivinsælu plat glímu vestanhafs.

4. Randy Couture – 17 milljónir dollara (1.9 milljarður)

Couture hefur unnið sér inn peninga í gegnum MMA og nú nýlega í Hollywood myndum á borð við The Expendables. Hann hefur einnig verið sérfræðingur fyrir Bellator og UFC. Couture rekur sinn eigin bardagaklúbb og fatalínu sem kallast Xtreme Couture.

3. Anderson Silva – 18 milljónir dollara (2 milljarðar)

Silva er af mörgum talinn einn besti bardagamaður allra tíma. Silva fær um 600 þúsund dollara fyrir að mæta í bardaga hjá UFC og 200 þúsund dollara aukalega fyrir að sigra. Hann hefur einnig fengið 12 bónusa fyrir frammistöðu sína frá UFC. Silva er einnig styrktur af Nike, Corinthians, Burger King og fleirum.

Penn

2. BJ Penn – 22 milljónir dollara (2.5 milljarður)

BJ Penn er einn af fáum sem hefur aldrei þurft að berjast. Fjölskylda hans á stórar landeignir á Hawaii sem gefur þeim vel í aðra hönd. Penn hefur einnig fengið vel borgað frá UFC. Hann á einnig sinn eiginn bardagaklúbb og hefur gefið út tvær bækur sem selst hafa mjög vel.

gsp

1. Georges St. Pierre – 25 milljónir dollara (2.8 milljarður)

GSP hefur verið gullgæs UFC í langan tíma og hafa öll bardagakvöld síðan hann varð meistari selst vel. Dana White hefur sagt að hann fái um 5-6 milljónir dollara fyrir bardaga sem ætti ekki að vera neitt voðalega langt frá sannleikanum. Hann hefur einnig gert styrktarsamninga við Affliction, Gatorade, Bacardi, Electronic Arts og 888 Poker ásamt öðrum.

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular