spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentChael Sonnen rekinn af Arnold Schwarzenegger eftir svindl

Chael Sonnen rekinn af Arnold Schwarzenegger eftir svindl

Chael Sonnen á ekki sjö dagana sæla þessa dagana. Chael Sonnen var á dögunum rekinn úr sjónvarpsþættinum The Apprentice eftir að hafa reynt að beygja reglurnar örlítið.

Sonnen var keppandi í þættinum Celebrity Apprentice í stjórn Arnold Schwarzenegger. Tortímandinn tók við þættinum nýlega og ákvað að reka Chael Sonnen í nýjasta þættinum.

Sonnen og liðsfélagar hans voru að renna út á tíma með verkefni sitt þegar Sonnen ákvað að klippa á snúru sem olli tæknilegum örðugleikum. Þegar um tæknilega örðugleika er að ræða gátu liðin fengið meiri tíma og var það planið hjá Sonnen. Arnold var ekki sáttur með þessa tilburði Sonnen og rak hann úr þættinum.

Sonnen tapaði um síðustu helgi fyrir Tito Ortiz í Bellator og leit hreint út sagt ekkert sérstaklega vel út. Sonnen er ekkert alltaf á því að fylgja reglum og hefur tvívegis fallið á lyfjaprófi og þá var hann fundinn sekur um peningaþvott árið 2011.

Atriðið í þættinum má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular