0

Chael Sonnen stóðst eiginlega lyfjapróf

Chael SonnenChael Sonnen er opinn fyrir því að snúa aftur í MMA. Til þess að geta barist aftur þarf Sonnen að standast lyfjapróf og segir hann hafa gert það. Svona eiginlega.

Hinn 39 ára Chael Sonnen lagði hanskana á hilluna eftir að hafa fallið á lyfjaprófum árið 2014. Hann fékk tveggja ára bann en banninu lauk nú í júlí. Í maí 2014 féll hann á lyfjaprófi þar sem efnin anastrozole og clomiphene fundust í lyfjaprófi hans. Nokkum vikum seinna féll hann á öðru lyfjaprófi þar sem HGH (Human Growth Hormone), EPO og anastrozole aftur fundust.

Til þess að Sonnen geti keppt þarf hann að gangast undir lyfjapróf USADA sem sér um öll lyfjamál UFC. Sonnen var tekinn í lyfjapróf í síðasta mánuði og segist eiginlega hafa staðist prófið.

Niðurstöðurnar hafa þó ekki verið opinberaðar af USADA. Standist Sonnen öll lyfjapróf ætti hann að geta keppt undir lok árs. Ákveði UFC keppendur að hætta þurfa þeir að gangast undir fjögurra mánaða tímabil ætli þeir sér að snúa aftur þar sem keppendur gangast undir USADA lyfjapróf. Þetta var nokkuð sem Brock Lesnar slapp við og þótti það umdeilt. Sonnen er nú á þessu fjögurra mánaða tímabili en fyrsta prófið var tekið í júlí.

Í The MMA Hour hjá Ariel Helwani sagðist hann ekki vilja vera lyfjaprófaður eins og hver annar bardagamaður. „Ég vil ekki vera lyfjaprófaður eins og allir. Ég vil ákveðinn sveigjanleika í kerfinu. ‘Ó, þú varst með sjö ólögleg efni síðast en núna ertu bara með þrjú. Það er nokkuð gott’. Þannig próf vil ég fá. En ég er ekki viss um að það sé hægt.“

Sonnen finnst ekki leiðinlegt að bulla aðeins í fjölmiðlum og verður áhugavert að sjá hvort honum sé alvara með endurkomu sinni.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply