Charles Oliveira sigraði Jared Gordon á UFC bardagakvöldinu í Sao Paulo í gærkvöldi. Þetta var 15. bardaginn sem Oliveira klárar í UFC.
Charles Oliveira hefur verið í UFC frá 2010. Hann hefur aldrei komist nálægt titilbardaga en alltaf verið gríðarlega fær að klára bardaga sína.
Oliveira rotaði Jared Gordon í 1. lotu í nótt. Þetta var 15. bardaginn sem hann klárar í UFC en aðeins Donald Cerrone hefur klárað fleiri bardaga í UFC. Cerrone hefur klárað 16 bardaga í UFC en nú er Oliveira ofar en goðsagnir á borð við Anderson Silva, Vitor Belfort, Frank Mir og Matt Hughes.
Oliveira á síðan metið yfir flesta sigra eftir uppgjafartök í UFC en hann er með 13 sigra eftir uppgjafartök í UFC.
Oliveira er þrítugur og gæti vel tekið fram úr Cerrone á næstu árum enda Cerrone orðinn 36 ára gamall og á kannski ekki eins mörg ár eftir og Oliveira.
Þetta var sjötti sigur Oliveira í röð og vildi hann fá stóran bardaga næst. Oliveira skoraði á Conor McGregor og óskaði einnig eftir bardaga við Paul Felder en Felder er sá síðasti sem vann Oliveira. Oliveira hefur klárað alla af síðustu sex sigrum sínum